Hungrar þig í breytingar? Komdu á hádegisfyrirlestra í Stokkhólmi

22.11.19 | Fréttir
 Serving up solutions to the 2030 Agenda: Food as a golden opportunity
Photographer
Johannes Berg
Hvernig getum við borðað vel og gert vel? Getur hollur matur bjargað jörðinni? Hver er framtíð landbúnaðar? Komdu á bragðgóða hádegisfyrirlestra í Norrsken í Stokkhólmi þar sem meðal annars Gustav Johansson, Renée Voltaire og Ayhan Aydin greina frá nýjum hugmyndum um hvernig hraða megi breytingum í átt til sjálfbærara mataræðis. Sætafjöldi er takmarkaður svo það borgar sig að hafa hraðann á til að tryggja að þú fáir tækifæri til þess að hitta uppáhaldsræðumanninn þinn.

Matvæli tengjast öllum heimsmarkmiðunum og áhuginn fer vaxandi á norrænni þekkingu á því hvernig aðgerðir og stefnumörkun sem leidd er af almenningi getur drifið áfram breytingar á matvælakerfum okkar. Matvæli eru líka ofarlega á dagskrá. Allmargir viðburðir verða haldnir undir yfirskriftinni „Taste the transition“, Bragðaðu á breytingunni, á norrænu loftslagsaðgerðavikunum í Stokkhólmi og fara þeir fram samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þú færð ekki aðeins tækifæri til þess að ræða loftslagsaðgerðir við sérfræðinga, ráðherra, félagasamtök og loftslagmeðvitaðan almenning heldur einnig að upplifa sýndarbakdyr að loftslagsviðræðunum, COP25, í Madrid.

Loftslagsaðgerðir í mat – ein máltíð í einu

Eftirfarandi 10 hádegisfyrirlestrar verða haldnir á tveggja vikna tímabili. Matreiðslumeistarar, hugsjónafólk og sérfræðingar verða á hverjum þessara viðburða og munu sjá fyrir óvæntri girnilegri næringu.  Allir fyrirlestrarnir verða haldnir í Norrsken milli kl. 12.30 og 13.30 og samhliða verður boðið upp á vegan hádegisverð frá Pepstop.

 

Þátttaka er ókeypis en athugið að sætafjöldinn er takmarkaður.  Til þess að vera viss um að fá pláss þarf að bóka miða. Ekki gleyma að hafa bókunarstaðfestingu meðferðis þegar þú mætir. Sjáumst!

Skráið ykkur og kynnið ykkur nákvæmari dagskrá gegnum hlekkina hér að neðan:

 

2. desember: ”Bonde söker bönder” fjallar um um framtíð landbúnaðar.

  • Adam Arnesson, lífrænn bóndi og Elin Röös, vísindamaður á SLU  Skráning!

 

3. desember: Climate and biodiversity on the plate

  • Anna Richert, sérfræðingur í sjálfbærum matvælum, WWF í Svíþjóð Skráning!

 

4. desember: Cities championing a Diet for a Green Planet

  • Sara Jervfors, stjórnandi opinberra máltíða í Södertälje og verkefnastjóri hjá Matlust Skráning!

 

5. desember: Change the world with a knife and a fork!

  • Renée Voltaire, matvælafrumkvölull og athafnamaður Skráning!

 

6. desember: ReGeneration: youth food and climate activism

  • Emil Vincentz, ungur aðgerðasinni og stofnandi Symplistic Skráning!

         

9. desember: What does it mean to innovate from old food traditions?

  • Ayhan Aydin, matarvistfræðingur hjá Nordisk Matutveckling Skráning!

 

10. desember: What should we eat to stay within planetary boundaries?

  • Dr. Amanda Wood, vísindamaður hjá Stockholm Resilience Centre Skráning!

 

11. desember: Perspectives on new food consumption and production trends: is the future plant-based, circular and regenerative?

  • Anders Wijkman, breytingavaldur og rithöfundur Skráning!

 

12. desember: How to eat good and do good?

  • Gustav Johansson, matreiðslumeistari á Jävligt gott (stærsta vegan matarblogg Svíþjóðar) Skráning!

 

13. desember: The power of taste

  • Per Styregård, rithöfundur og matarblaðamaður Skráning!

 

Hljóðklippur í forrétt eða eftirrétt

Það er óþarfi að örvænta þótt þú getir ekki tekið þátt eða ef erfitt er að velja á milli hinna mörgu áhugaverðu hádegisviðburða. Flestir gestanna og flest málefni hádegisfyrirlestranna verða einnig á dagskrá nýs hlaðvarpsflokks í samstarfi við hlaðvarp Nordic FoodTech sem stýrt er af Analisu Winther.  Hlustaðu og vertu tilbúin/n að hefja nýtt samtal um þátt matvæla í loftslagsaðgerðum. 

Gestgjafar eru Nordic Food Policy Lab og Norræna ráðherranefndin