Frumkvöðlar á sviði sjálfbærrar matargerðarlistar frá fjórum heimsálfum á EAT 2019

05.06.19 | Fréttir
Sustainable gastronomy at EAT2019
Photographer
norden.org

Claus Meyer, stofnandi nýju norrænu matargerðarhreyfingarinnar, og Kamilla Seidler, fyrrum yfirmatreiðslumaður á Gustu Bolivia, á Munchies-hátíðinnu í New York 

Er hægt að nota matargerðarlist til að takast á við áleitnar hnattrænar áskoranir? The Nordic Food Policy Lab, Hivos, WWF, Slow Food International, IFOAM, Ethos Mexico og FUCOGA telja svo vera. Komið og hittið frumkvöðla frá fjórum heimsálfum sem deila með okkur baksviðsþekkingu og -stefnumótun.

Á leiðtogafundinum sem framundan er um framtíð matvæla, EAT Stockholm Food Forum 2019, munu Nordic Food Policy Lab, Hivos og fimm alþjóðleg samtök* standa fyrir áhugaverðum hliðarviðburði þann 12. júní um hvernig takast megi á við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna með matargerðarlist. Viðburðurinn er öllum opinn. 

Hefja byltinguna í eldhúsinu

Á hliðarviðburðinum The power of gastronomy to democratize healthy food within planetary boundaries munu fimm lykilpersónur úr heimi sjálfbærrar matargerðarlistar ræða um byltingarkennd verkefni sín.

  • National Plan for Healthy and Sustainable Gastronomy in Costa Rica – Alfredo Echeverría, FUCOGA (Costa Rica Gastronomic Foundation)
  • Sustainable gastronomy initiatives in South Africa – Themba Austin Chauke, Slow Food Foundation for Biodiversity
  • New Generation of Indonesian Cooking – Christine Effendy, New Generation of Indonesian Cooking
  • Regional Food Heritage initiatives in Bolivia – Mauricio López, Bolvian Gastronomy Integration Movement (MIGA)
  • Impacts a decade after the introduction of New Nordic Kitchen Manifesto – Claus Meyer, matreiðslumaður og stofnandi nýju norrænu matargerðarhreyfingarinnar.

Kortlagning alþjóðlegra verkefna

Nordic Food Policy Lab og Hivos hafa sett saman alþjóðlegt kort sem sýnir verkefni á sviði sjálfbærrar matargerðarlistar og nær til sex mismunandi heimsálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt kort er gert. Þegar eru meira en hundrað verkefni komin á þetta kort.

Kortið verður kynnt á EAT Stockholm Food Forum.

Hvað er sjálfbær matargerðarlist?

Verkefni á sviði matargerðarlistar eru nýtt til þess að takast á við félagslegar, umhverfislegar og efnahagslegar áskoranir, svo sem atvinnuleysi, jafnrétti kynjanna og ójafnvægi í mataræði sem er hvorki þjónar heilsu jarðar né mannfólks.

Á annarri alheimsráðstefnu UN One Planet Network, Global Conference of the Sustainable Food Systems Programme, sem haldin var í febrúar 2019 voru settar saman tíu grundvallarreglur til að skilgreina sjálfbæra matargerðarlist.

* Þessi hliðarviðburður er skipulagður af Nordic Food Policy Lab á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Hivos, WWF, Slow Food International, IFOAM og Ethos Mexico.

  • Fylgið okkur á Twitter og fylgist með framvindunni: @nordicfoodpol