Frumkvöðlar á sviði sjálfbærrar matargerðarlistar frá fjórum heimsálfum á EAT 2019

Claus Meyer, stofnandi nýju norrænu matargerðarhreyfingarinnar, og Kamilla Seidler, fyrrum yfirmatreiðslumaður á Gustu Bolivia, á Munchies-hátíðinnu í New York
Á leiðtogafundinum sem framundan er um framtíð matvæla, EAT Stockholm Food Forum 2019, munu Nordic Food Policy Lab, Hivos og fimm alþjóðleg samtök* standa fyrir áhugaverðum hliðarviðburði þann 12. júní um hvernig takast megi á við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna með matargerðarlist. Viðburðurinn er öllum opinn.
Hefja byltinguna í eldhúsinu
Á hliðarviðburðinum The power of gastronomy to democratize healthy food within planetary boundaries munu fimm lykilpersónur úr heimi sjálfbærrar matargerðarlistar ræða um byltingarkennd verkefni sín.
- National Plan for Healthy and Sustainable Gastronomy in Costa Rica – Alfredo Echeverría, FUCOGA (Costa Rica Gastronomic Foundation)
- Sustainable gastronomy initiatives in South Africa – Themba Austin Chauke, Slow Food Foundation for Biodiversity
- New Generation of Indonesian Cooking – Christine Effendy, New Generation of Indonesian Cooking
- Regional Food Heritage initiatives in Bolivia – Mauricio López, Bolvian Gastronomy Integration Movement (MIGA)
- Impacts a decade after the introduction of New Nordic Kitchen Manifesto – Claus Meyer, matreiðslumaður og stofnandi nýju norrænu matargerðarhreyfingarinnar.
Kortlagning alþjóðlegra verkefna
Nordic Food Policy Lab og Hivos hafa sett saman alþjóðlegt kort sem sýnir verkefni á sviði sjálfbærrar matargerðarlistar og nær til sex mismunandi heimsálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt kort er gert. Þegar eru meira en hundrað verkefni komin á þetta kort.
Kortið verður kynnt á EAT Stockholm Food Forum.
Hvað er sjálfbær matargerðarlist?
Verkefni á sviði matargerðarlistar eru nýtt til þess að takast á við félagslegar, umhverfislegar og efnahagslegar áskoranir, svo sem atvinnuleysi, jafnrétti kynjanna og ójafnvægi í mataræði sem er hvorki þjónar heilsu jarðar né mannfólks.
Á annarri alheimsráðstefnu UN One Planet Network, Global Conference of the Sustainable Food Systems Programme, sem haldin var í febrúar 2019 voru settar saman tíu grundvallarreglur til að skilgreina sjálfbæra matargerðarlist.
* Þessi hliðarviðburður er skipulagður af Nordic Food Policy Lab á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Hivos, WWF, Slow Food International, IFOAM og Ethos Mexico.
- Fylgið okkur á Twitter og fylgist með framvindunni: @nordicfoodpol