Landbúnaður og skógrækt verði liður í loftslagslausnum

26.08.19 | Fréttir
Nordiska jordbruksministrar planterar träd
Ljósmyndari
Sara Landqvist
Landbúnaðarráðherrarnir vilja virkja bændur á Norðurlöndum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vannýtt tækifæri til þess að binda kolefni liggja bæði í landbúnaði og skógrækt. Þetta getur ekki aðeins dregið úr losun út í andrúmsloftið heldur er hægt að bæta ræktarlandið. Ísland ætlar að planta fleiri trjám og ráðherrarnir ætla að axla ábyrgð.

„Við verðum að vinna með bændum og landeigendum til þess að draga úr losun og auka bindingu kolefnis. Hér á Íslandi leggjum við áherslu á að planta skógi til þess að binda koltvísýring og koma í veg fyrir jarðvegseyðingu og endurheimta votlendi,“ segir Kristján  Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra Íslands.

Landbúnaðurinn ræður við kolefnin

Matvælaframleiðslan og loftslagsáhrif hennar hafa verið í brennidepli síðan milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, gaf út skýrslu sína um landnotkun í heiminum fyrir nokkrum vikum.  Í loftslagsumræðunni er mikil ábyrgð á landbúnaðinum vegna losunar sem er skaðleg fyrir loftslagið, sérstaklega losun vegna kjötframleiðslu. En nú nú er einnig bent á tækifæri bænda til þess að kolefnisjafna losunina með breyttri landnýtingu. 

Tvöfaldur ávinningur

Þegar kolefni eru bundin í kolefnisviðtaka í akurlendi og skógum dregur út magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Meira kolefni í jarðvegi gerir hann einnig frjósamari sem kemur sér vel þegar mæta þarf aukinni eftirspurn eftir matvælum. Skilyrðin til þess að binda kolefni í jarðvegi eru mismunandi eftir því um hvers konar land er að ræða en einnig er hægt að hafa áhrif á þau með mismunandi landnotkun.  Ef bændur plægja landið minna, nota víxlræktun, skilja eftir gróðurleifar og viðhalda gróðurþekju í vexti þá geta þeir losað andrúmsloftið við meiri koltvísýring en þeir gera nú.

Löndin vilja binda meira kolefni í jarðvegi

Aukin kolefnisbinding er þegar orðinn liður í áætlunum allra norrænu ríkjanna til þess að verða kolefnishlutlaus.

Og í samræmi við Parísarsamkomulagið er kolefnisbinding í mismunandi landi, svo sem skóglendi, akurlendi og beitarlandi, metin árlega og gerð grein fyrir niðurstöðunum.

„Í Noregi höfum við gert samning við landbúnaðinn um að minnka koldíoxíð um fimm milljónir tonna fyrir árið 2025. Binding kolefnis í jarðvegi getur verið mikilvægur liður í því. Það er mikilvægt að stíga skref framávið í þróun aðferða og ég vona að við getum átt samstarf um það á Norðurlöndunum,“ segir Olaug Vervik Bollestad, matvæla- og landbúnaðarráðherra Noregs.

Ráðherrarnir kolefnisjafna fund sinn

Á Íslandi eru stór landsvæði í hættu vegna foks og ýmsum aðgerðum er beitt til þess að varðveita landið þannig að það geti gegnt því hlutverki að binda kolefni. Ráðherrarnir ákváðu að kanna möguleika á sameiginlegu rannsóknarverkefni um gagnleg úrræði sem hægt er að nota á Norðurlöndum.  Á fundi sínum plöntuðu norrænu ráðherrarnir trjám til þess að kolefnisjafna flug sitt á fundinn.

Tengiliður