Taktu þátt og hafðu áhrif á næsta lífsnauðsynlega alþjóðasamninginn!

20.12.19 | Fréttir
ungdomar i en workshop
Photographer
Moa Karlberg
Orðin er til hreyfing til þess að ungt fólk á öllum Norðurlöndunum geti haft áhrif á nýja alþjóðasamninginn um líffræðilega fjölbreytni. Í upphafi ársins 2020 kemur áhugasamt ungt fólk saman til þess að fræðast um líffræðilega fjölbreytni og koma sér saman um kröfur varðandi alþjóðlegu samningaviðræðurnar.

Tíðindi ársins 2019 um að ein milljón plöntu- og dýrategunda væru í útrýmingarhættu var líklega ein stærsta vísindafrétt ársins. 

Í maí kom út yfirgripsmikil og ógnvænleg skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem sýndi fram á að plöntu- og dýrategundir deyja út með meiri hraða en nokkru sinni fyrr.  

Endurreisn náttúrunnar kallar á róttækar aðgerðir.
 

Ný alþjóðleg markmið eiga að snúa þróuninni við

Á næsta ári verður verður gerður nýr alþjóðasamningur um líffræðilega fjölbreytni sem á að snúa þessari þróun við og stöðva eyðingu vistkerfa og útrýmingu tegunda. 
 

Allar þjóðir sem hafa undirritað samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) koma saman í október 2020 í Kunming í Kína til þess að sameinast um ný markmið á sviði náttúruverndar. 

Undirbúningurinn er þegar kominn á fullt skrið.

Ungt fólk á Norðurlöndum getur haft áhrif á samninginn

Enn er tækifæri til þess að hafa áhrif á innihald samningsins og til þess að auðvelda þátttöku ungs fólks í ferlinu hefur norræna samstarfið búið til fræðsluefni, eða verkfæri, og möguleika til að halda ungmennaráðstefnur og hafa áhrif á innihald samningsins.

Í fræðsluefninu er tekið saman það nýjasta úr vísindunum. Þá er þar að finna margar lykilspurningar varðandi samningaviðræðurnar sem tækifæri gefst til að svara og koma svörunum áleiðis stafrænt.

Er til á sjö norrænum málum

Verkfærið varð til í samstarfi við alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin, WWF. Það er til á ensku og sjö norrænum málum.

Allir geta hlaðið verkfærinu niður endurgjaldslaust og aflað sér þannig þekkingar og svarað spurningum og sent til norræna samstarfsins. Niðurstöðurnar verða notaðar í samningaviðræðunum.

Nokkrar ungmennaráðstefnur

Lítil ungmennaráðstefna var haldin í Stokkhólmi í tengslum við Nordic Climate Actions weeks í desember.

Stærri ungmennaráðstefna verður haldin í Kaupmannahöfn 9. janúar og í kjölfarið verða haldnar stærri ungmennaráðstefnur í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.