Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020
Frá árinu 2002 hafa kvikmyndaverðlaunin verið veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Hér eru tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020:
DANMÖRK
FINNLAND
ÍSLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
Verðlaunahafinn verður kynntur þann 27. október (uppfært 15. október)
Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráð verður kynntur þann 27. október í sérstökum sjónvarpsþætti sem verður sendur út á öllum Norðurlöndum. COVID-19 kom í veg fyrir afhendingu verðlaunanna á Íslandi en þess í stað verður stafræn verðlaunahátíð haldin þegar tilkynnt verður hverjir hljóta hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs..
Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós auk verðlaunafjár sem nemur 350 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín, sem undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta.
Um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt norrænni kvikmynd með mikil listrænt gildi. Myndin þarf að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2019 eða 1. janúar til 30. júní 2020.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2002 og eru nú veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins fyrir bókmenntir, tónlist og starf að umhverfismálum. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs.