Fjárhagsaðstoð við námsfólk í Svíþjóð

Svensk uddannelsesstøtte
Hér má finna upplýsingar um sænska fjárhagsaðstoð við námsfólk og upplýsingar um í hvaða landi þú átt rétt á fjárhagsaðstoð ef þú vilt stunda nám í Svíþjóð.

Í Svíþjóð getur námsfólk fengið fjárhagsaðstoð þegar það er í námi. Hún nefnist CSN. Þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi getur norrænt námsfólk sem vill stunda nám í Svíþjóð fengið fjárhagsaðstoð þar í landi.

Almenna reglan er þó sú að norrænir námsmenn fá fjárhagsaðstoð frá sínu heimalandi. Ef þú ert ríkisborgari í öðru norrænu landi skaltu hafa samband við námslánayfirvöld í þínu landi til að fá upplýsingar um fjárhagslega aðstoð þegar nám er stundað í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar um fjárhagsaðstoð í námi á Norðurlöndum:

Fjárhagsaðstoð fyrir framhaldsskólanema

Sænskir ríkisborgarar

Ef þú ert sænskur ríkisborgari og ert framhaldsskólanemi í Svíþjóð áttu rétt á fjárhagsaðstoð hjá Centrala Studiestödsnämnden (CSN). Hún nefnist fjárhagsaðstoð vegna náms (studiehjælp). Sú aðstoð er þríþætt: námsstyrkur, aukastyrkur og húsnæðisstyrkur. Ef þú ert sænskur ríkisborgari áttu sjálfkrafa rétt á námsstyrk. Þú þarft að sækja um hina styrkina.

Ef þú ert sænskur ríkisborgari og vilt taka allt eða hluta af framhaldsskólanámi þínu í öðru norrænu landi geturðu sótt um hjá CSN ef stofnunin viðurkennir viðkomandi skóla. Þú getur lesið nánar um hvernig þú sækir um og hvað þú getur sótt um á vefsíðu CSN um fjárhagsaðstoð fyrir framhaldsskóla.

Erlendir ríkisborgarar

Ef þú ert ekki sænskur ríkisborgari sker CSN úr um hvort þú eigir rétt á sænskri fjárhagsaðstoð í námi. Þú sækir um á eyðublaði 4144, „Ansökan om studiehjälp/uppgifter för rätt till svenskt studiestöd - för dig som är utländsk medborgare och under 20 år“.

Ef þú ert ekki sænskur ríkisborgari geturðu þú yfirleitt ekki fengið fjárhagsaðstoð vegna náms hjá CSN. Nokkrar undanþágur eru frá því. Þú getur yfirleitt sótt um fjárhagsaðstoð í Svíþjóð ef þú:

  • Ert með fast dvalarleyfi í Svíþjóð.
  • Ert með dvalarleyfi og hefur búið og starfað í að minnsta kosti hálfu starfi í Svíþjóð á undanförnum tveimur árum.
  • Ert með dvalarleyfi og hefur verið gift/ur eða búið með sænskum ríkisborgara í Svíþjóð í að minnsta kosti tvö ár.
  • Hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð.
  • Hefur dvalarleyfi og komst til Svíþjóðar ásamt foreldrum þínum áður en þú varðst tuttugu ára. Foreldrar þína eiga einnig að starfa í Svíþjóð.
  • Uppfyllir skilyrði ESB-réttarins.

Þú getur lesið meira um rétt erlendra ríkisborgara á sænskri fjárhagsaðstoð í námi á vefsíðu Centrala Studiestödsnämnden.

Fjárhagsaðstoð við fagnám á háskólastigi

Í Svíþjóð er framhaldsnám í iðngreinum, fagháskólanám (YH) viðurkennt sem nám sem veitir þér rétt á fjárhagsaðstoð tli jafns við aðra háskólanemendur. Nánari upplýsingar um fjárhagsaðstoð vegna fagháskólanáms er að finna á vefsíðu Centrala Studiestödsnämnden.

Ef þú kemur frá öðru norrænu landi

Ef þú velur að taka allt eða hluta af námi þínu í Svíþjóð geturðu sótt um fjárhagsaðstoð í heimalandinu. Leitaðu upplýsinga hjá námslánayfirvöldum í heimalandinu um hvort þau viðurkenni fyrirhugað fagháskólanám í Svíþjóð sem veiti rétt á fjárhagsaðstoð og hvernig þú sækir um fjárhagsaðstoð vegna náms.

Hvað kostar að stunda nám við fagháskóla?

Fagháskólanám er ókeypis. Það þýðir að skólunum er ekki heimilt að krefjast kennslugjalda. Þú þarft engu að síður að greiða fyrir bækur og önnur námsgögn rétt eins og í öðru námi á háskólastigi.

Fjárhagsaðstoð vegna fagnáms á háskólastigi

Ef þú kemur frá öðru ESB/EES-landi til náms í Svíþjóð skaltu hafa samband við námslánayfirvöld í heimalandinu. Yfirvöld í heimalandinu geta greint þér frá möguleikum á fjárhagsaðstoð vegna náms í Svíþjóð.

Ef þú ert ríkisborgari í öðru ESB/EES-landi, en hefur búið og starfað í hlutastarfi eigi skemur en í tvö ár í Svíþjóð eða hefur búið með sænskum ríkisborgara í Svíþjóð eigi skemur en í tvö ár geturðu átt rétt á sænskri fjárhagsaðstoð vegna náms (CSN).

CSN vegna háskólanáms felst í tvenns konar aðstoð: námsstyrk og námslánum. Þú velur hvort þú sækir eingöngu um námsstyrk eða einnig um námslán. Námslánið þarftu að greiða. Nánari upplýsingar um hvernig þú sætir um fjárhagsaðstoð vegna náms finnurðu á vef Centrala Studiestödsnämnden.

Á vefsíðum Info Norden eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um fjárhagsaðstoð vegna náms annars staðar á Norðurlöndum:

Nám annars staðar á Norðurlöndum

Ef þú hyggst stunda nám annars staðar á Norðurlöndum er meginreglan sú að þú þarft að vera sænskur ríkisborgari til að geta fengið fjárhagsaðstoð vegna náms í Svíþjóð.

Ef þú ert ríkisborgari í öðru ESB/EES-landi eða átt ættingja sem er ríkisborgari í öðru ESB/EES-landi geturðu í sumum tilvikum notið sömu réttinda og sænskir ríkisborgarar til fjárhagsaðstoðar vegna náms í Svíþjóð. Nánari upplýsingar færðu hjá Centrala Studiestödsnämnden.

Skattlagning fjárhagsaðstoðar vegna náms í Svíþjóð

Ef þú færð fjárhagsaðstoð í Svíþjóð vegna náms er hún skattfrjáls.

Ef þú færð fjárhagsaðstoð frá öðru norrænu landi vegna náms, gilda skattareglur í viðkomandi landi. Námsstyrkir frá öðrum löndum eru ekki skattlagðir í Svíþjóð.

Önnur styrkjakerfi

Hægt er að sækja um ýmsa ríkisstyrki eða sjóðsstyrki til náms, námsdvalar og dvalar vegna starfsnáms.

Ef þú ert ríkisráðinn embættismaður áttu rétt á að starfa í öðru ESB/EES-landi eða hjá alþjóðastofnun. Nánari upplýsingar um þetta og önnur tækifæri í útlöndum og hvernig þú verð þig að finnurðu á vefsíðu Universitetets- og Högskolerådet.

Námsmannaafsláttur

Í Svíþjóð eru tvenns konar afsláttarkort fyrir námsfólk. Mecenat-kortið og Student-kortið. Kortin veita afslætti og önnur hlunnindi hjá fjölda fyrirtækja í Svíþjóð. Bæði kortin eru samstarf milli námsmannasamtaka og ýmissa yfirvalda í Svíþjóð.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna