Kosningaréttur í Danmörku

Stemmeret i Danmark
Hér gefur að lesa reglur um kosningarétt norrænna ríkisborgara í kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum í Danmörku.

Þingkosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur

Aðeins danskir ríkisborgarar sem hafa búsetu í Danmörku hafa kosningarétt í þingkosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó eru undantekningar frá þeirri reglu. Í kosningum til sveitarstjórna og landshlutastjórna og til Evrópuþingsins er ekki gerð krafa um danskan ríkisborgararétt að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Þingkosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur

Leyfilegt er að kjósa í þingkosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum ef viðkomandi er orðinn 18 ára, er danskur ríkisborgari og býr í Danmörku. Kosningaréttur er þó ekki í gildi ef viðkomandi er ólögráða (undir sérstöku forræði).

Ef þú hefur kosningarétt til þjóðþingsins eða í þjóðaratkvæðagreiðslum færðu sent kosningakort (valgkort) um það bil fimm dögum áður en þingkosningarnar/þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

Ef flutt er úr landi og viðkomandi skráður sem brottfluttur í dönsku þjóðskránni (CPR), er undir venjulegum kringumstæðum ekki hægt að vera á kjörskrá og kjósa við danskar þingkosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur. Vissir þjóðfélagshópar geta þó verið á kjörskrá þrátt fyrir að búa í útlöndum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði i innanríkis -og heilbrigðisráðuneytisins.

Kosningar til sveitarstjórna og landshlutastjórna

Innflytjendur í Danmörku geta kosið til sveitarstjórna (kommunalvalg) og landshlutastjórna (regionsvalg) þrátt fyrir að þeir hafi ekki danskan ríkisborgararétt.

Kjósendur þurfa að vera orðnir 18 ára, vera með fasta búsetu í sveitarfélaginu eða landshlutanum og uppfylla að minnsta kosti eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • að vera með danskan ríkisborgararétt;
  • að vera ríkisborgarar í öðru ESB-landi;
  • að vera með íslenskan eða norskan ríkisborgararétt;
  • að hafa átt lögheimili i haft fasta búsetu innan ríkjasambandsins (Danmerkur, Færeyja eða Grænlands) undanfarin fjögur ár fyrir kjördag.

Búsetutímabilið telst frá þeim degi þegar lögheimili er skráð í þjóðskrá.

Ef þér hefur verið vísað úr landi getur þú þó ekki kosið þrátt fyrir að heimilisfang sé enn skráð í Danmörku.

Ef þú ert með kosningarétt til sveitar- eða landshlutastjórnar færðu sent kosningakort um það bil fimm dögum fyrir kjördag.

Kosningar til Evrópuþingsins

Ef þú ert ríkisborgari í öðru ESB-landi en Danmörku geturðu kosið til Evrópuþings í Danmörku ef þú ert með lögheimili í Danmörku og hefur náð 18 aldri en að því tilskyldu að þú kjósir ekki samtímis í heimalandinu þínu.

Ef þú ert ríkisborgari í einu ESB-landi en býrð í öðru landi geturðu valið hvort þú kýst til Evrópuþingsins í heimalandinu eða búsetulandinu, en þú mátt aðeins kjósa á einum stað.

Ef þú sem ríkisborgari í ESB-landi býrð í Danmörku og óskar eftir því að kjósa í Danmörku til Evrópuþingsins þarftu að sækja um skráningu á kjörskrá hjá sveitarfélaginu þar sem þú býrð í síðasta lagi fimm vikum fyrir kjördag.

Ef þér hefur verið vísað úr landi getur þú þó ekki kosið þrátt fyrir að heimilisfang sé enn skráð í Danmörku.

Ef þú ert með kosningarétt í kosningum til Evrópuþingsins færðu sent kosningakort um það bil fimm dögum fyrir kjördag.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna