Kosningaréttur á Íslandi

Kosningaréttur á Íslandi
Hér má finna upplýsingar um kosningarétt þeirra sem flytja innan Norðurlandanna.

Kosningaréttur

 

Einungis íslenskir ríkisborgarar sem orðnir eru 18 ára og með lögheimili á Íslandi geta fengið að kjósa í Alþingis- og forsetakosningum. Þeir halda kosningarétti sínum í 8 ár eftir brottflutning af landinu. Eftir þann tíma geta þeir sótt sérstaklega um kosningarrétt hjá Hagstofu Íslands, að því tilskildu að þeir séu enn íslenskir ríkisborgarar.

Ríkisborgarar frá öðrum norrænum ríkjum sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum að því tilskildu að þeir hafi átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár eða lengur. 

 

Kosningar

Á Íslandi eru þingkosningar á fjögurra ára fresti.  Kosningar til sveitastjórna eru einnig haldnar fjórða hvert ár.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna