Kosningaréttur á Íslandi

Kosningaréttur á Íslandi
Hér má finna upplýsingar um kosningarétt á Íslandi.

Kosningaréttur

Íslenskir ríkisborgarar sem orðnir eru 18 ára og með lögheimili á Íslandi geta fengið að kjósa í Alþingis- og forsetakosningum. 

Ríkisborgarar frá öðrum norrænum ríkjum sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum að því tilskildu að þeir hafi átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár eða lengur.

Íslendingar með lögheimili erlendis

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en 16 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi í Alþingiskosningum, við forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhverntíma átt lögheimili á Íslandi.

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis lengur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að verða teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Umsækjandi verður að hafa íslenskan ríkisborgararétt.
  • Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri á kjördag.
  • Umsækjandi þarf einhvern tíma á ævinni að hafa átt lögheimili á Íslandi.
  • Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember áður en kosningar eiga að fara fram.   

Uppfylli umsókn ofangreind skilyrði verður viðkomandi einstaklingur tekinn á kjörskrá næstu 4 ár á eftir. Vakin er athygli á að sérstakar reglur gilda um fresti til að senda inn umsókn. Reglur þessar gilda um kosningar til Alþingis og með sama hætti um kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur en ekki um kosningar til sveitarstjórna.

Alþingiskosningar

Á Íslandi eru þingkosningar að jafnaði á fjögurra ára fresti nema þing sé rofið og efnt til kosninga fyrr. Í kosningum eru fulltrúar valdir af framboðslistum stjórnmálaflokka í samræmi við fjölda atkvæða. 

Sveitastjórnarkosningar

Kosningar til sveitastjórna eru haldnar fjórða hvert ár.

Norrænir ríkisborgarar á Íslandi

Norrænir ríkisborgarar sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, og hafa náð 18 ára aldri þegar kosning fer fram, eiga rétt á að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. 

Ríkisborgarar utan Norðurlandanna

Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 3 ár fyrir kjördag, og hafa náð 18 ára aldri, hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna