Vinnumarkaðsgreiðslur vegna veikinda á Grænlandi

Grønlandsk arbejdsmarkedsydelse under sygdom
Hér er að finna upplýsingar um gildandi reglur um rétt til vinnumarkaðsgreiðslna vegna veikinda á Grænlandi.

Hvenær áttu rétt á vinnumarkaðsgreiðslum vegna veikinda á Grænlandi?

Þú þarft að vera orðin/n 18 ára eða hafa einhvern á framfæri þínu.

Þú þarft að vera skráð/ur í þjóðskrá á Grænlandi. 

Þú þarft að hafa verið í starfi sem launþegi síðustu 13 vikur og á því tímabili að hafa verið í starfi í 182 klukkutíma að lágmarki.

Hversu lengi þarftu að hafa átt heima/starfað á Grænlandi?

Þú þarft að hafa verið í starfi sem launþegi síðustu 13 vikur og á því tímabili að hafa verið í starfi í 182 klukkutíma að lágmarki.

Hversu margir veikindadagar felast í réttinum?

Hægt er að greiða vinnumarkaðsgreiðslur 13 vikur samtals.

Við veikindi greiðast vinnumarkaðgreiðslur frá þriðja veikindadegi. Sé um að ræða atvinnulaust fólk eða heimsent sem þegar tekur við vinnumarkaðsgreiðslum halda þær áfram að berast við veikindi án þess að hlé verði á.

Ef veikindin standa í tvær vikur eða meira eða ef vinnuslys er orsök veikindanna er þó greitt frá fyrsta degi veikinda. 

Greiðsla vinnumarkaðsgreiðslna vegna vinnuslyss getur átt sér stað á veikindatímabilum í beinu framhaldi af vinnuslysinu.

Við veikindi sem standa lengur en þrjár vikur eða þegar um er að ræða tíð en stutt veikindi skulu yfirvöld sveitarfélagsins láta meta hvort þú ættir að fá annars konar aðstoð.

Hvernig er sótt um um vinnumarkaðsgreiðslur vegna veikinda á Grænlandi? 

Hafa ber samband við Majoriaq á svæðinu.

Majoriaq-miðstöðvarnar eru tenging milli menntunar, vinnumarkaðs og atvinnulífs. Alls eru 17 Majoriaq-miðstöðvar á Grænlandi, ein í hverjum bæ. Um er að ræða skipulagseiningu sem sér um alla málsmeðferð, leiðbeiningar og endurmenntun vegna vinnumarkaðar og menntunar.

Majoriaq getur krafist þess að viðtakandi vinnumarkaðsgreiðslna framvísi læknisvottorði.

Hvað gerist ef þú ert langveikur eða með ólæknandi sjúkdóm? 

Ef þú átt ekki rétt á vinnumarkaðsgreiðslum vegna veikinda eða launa í veikindum geturðu sótt um opinberan stuðning hjá viðkomandi félagsmálaskrifstofu eða Majoriaq.

Majoriaq-miðstöðvarnar eru tenging milli menntunar, vinnumarkaðs og atvinnulífs. Alls eru 17 Majoriaq-miðstöðvar á Grænlandi, ein í hverjum bæ. Um er að ræða skipulagseiningu sem sér um alla málsmeðferð, leiðbeiningar og endurmenntun vegna vinnumarkaðar og menntunar.

Hvers konar greiðslur geturðu fengið ef þú verður fyrir vinnuslysi? 

Þú getur sótt um vinnumarkaðsgreiðslur vegna veikinda eða átt rétt á launum í veikindum. Ef þú átt ekki rétt á vinnumarkaðsgreiðslum vegna veikinda eða launum í veikindum geturðu sótt um opinberan stuðning hjá viðkomandi félagsmálaskrifstofu eða Majoriaq.

Majoriaq-miðstöðvarnar eru tenging milli menntunar, vinnumarkaðs og atvinnulífs. Alls eru 17 Majoriaq-miðstöðvar á Grænlandi, ein í hverjum bæ. Um er að ræða skipulagseiningu sem sér um alla málsmeðferð, leiðbeiningar og endurmenntun vegna vinnumarkaðar og menntunar.

Hvert áttu að leita ef spurningar vakna?

Þú átt að hafa samband við Majoriaq eða félagsmálaskrifstofuna í heimabyggð þinni gegnum Sullissivik.

Majoriaq-miðstöðvarnar eru tenging milli menntunar, vinnumarkaðs og atvinnulífs. Alls eru 17 Majoriaq-miðstöðvar á Grænlandi, ein í hverjum bæ. Um er að ræða skipulagseiningu sem sér um alla málsmeðferð, leiðbeiningar og endurmenntun vegna vinnumarkaðar og menntunar.

„Sullissivik“ er grænlenska og merkir „staðurinn sem veitir borgurum þjónustu“ og sullissivik.gl er vefgátt sem einmitt er ætlað það hlutverk, að þjónusta borgarana. Allri opinberri þjónustu sem hentar til rafrænna boðskipta, eða sem hægt er að undirbúa rafrænt, er safnað saman á sullissivik.gl. Þess vegna þarftu aðeins að fara á einn stað til þess að sækja alla þjónustu sem snertir sjálfsstjórnina eða sveitarfélögin.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna