Sjúkradagpeningar á Álandseyjum

Áður var gerð krafa um að hafa unnið í Finnlandi í að minnsta kosti 4 mánuði og 18 stundir á viku til að njóta réttinda í almannatryggingakerfinu sem FPA hefur umsjón með. Þessi krafa var aflögð þann 1. apríl 2019. Nánari upplýsingar um þetta eru hér:
Á Álandseyjum gilda sömu reglur og í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðu um sjúkradagpeninga í Finnlandi.
Ætlar þú að flytja til Álandseyja?
Ef þú flytur til Álandseyja og færð sjúkradagpeninga frá öðru ESB-/-EES-landi eða Sviss greiðir landið sem þú flytur frá þér að öllum líkindum dagpeninga til loka tímabilsins jafnvel þótt þú flytjir til Álandseyja.
Nánari upplýsingar
Hér getur þú lesið þér til um sjúkradagpeninga við flutning frá einu af Norðurlöndunum til Álandseyja:
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.