Finnski fáninn
Finnski fáninn, sem Finnar kalla líka Siniristilippu, varð til í byrjun 20. aldar þegar Finnar lýstu yfir sjálfstæði frá Rússum. Fáninn var teiknaður af listamönnunum Eero Snellman og Bruno Tuukkanen. Krossinn táknar tengslin við hin norrænu löndin. Hvíti liturinn er sagður tákna „hvíta Finnland“ og snjóinn sem þekur finnska fold. Blái liturinn er sagður tákn vatnið í „þúsund vatna landinu“.
Opinberi blái liturinn er í finnska fánanum er pantone 2945C. Það samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:
R:0 G:82 B:165
C:100 M:70 Y:15 K:2
Hlutföllin á lengdina eru: 5, 3 og 10
Hlutföllin á hæðina eru: 4, 3 og 4.