Um norrænan starfshóp um ferðamál
Á ráðherrafundi í Reykjavík þann 27. júní 2019 samþykktu norrænu atvinnumálaráðherrarnir (undir MR-VÆKST) norræna samstarfsáætlun á sviði ferðamála fyrir árin 2019–2023:
Tilgangur áætlunarinnar er að efla norrænt samstarf á sviði ferðamála á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæran hagvöxt (MR-VÆKST) með það að markmiði að tryggja sjálfbæran hagvöxt innan ferðaþjónustu á svæðinu. Áætlunin styður við innlendar stefnur í ferðamálum með innleiðingu verkefna sem tengjast markmiðum áætlunarinnar og kerfisbundnari nálgun við innlendar og svæðisbundnar áskoranir.
Stefnumarkandi áherslusvið áætlunarinnar eru eftirfarandi:
- Samkeppnishæf Norðurlönd: Rammaskilyrði, stefnumótun í ferðaþjónustu, tölfræði o.fl.
- Nýsköpunarstarf og snjallvæðing Norðurlanda: Nýsköpun, stafvæðing, viðskiptaþróun, m.a. með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki og örfyrirtæki
- Sjálfbær Norðurlönd: Áhrif ferðaþjónustu, m.a. á umhverfi, svæði og hagkerfi. Aðferðir til að mæla áhrif o.fl.
- Aðdráttarafl Norðurlanda: Markaðssetning með áherslu á fjarmarkaði o.fl.
Auk áætlunarinnar sjálfrar var norrænn starfshópur um ferðamál stofnaður til að efla samræmingu á ferðamálastarfi norrænu landanna. Því fékk starfshópurinn umboð til að hafa eftirlit með innleiðingu norrænnar samstarfsáætlunar á sviði ferðamála fyrir árin 2019–2023 og þá er það einnig hlutverk hópsins að skiptast á upplýsingum og þróa verkefni í takt við markmið samstarfsáætlunarinnar um ferðamál og Framtíðarsýn okkar 2030. Verkefni eru í stöðugri þróun og nánari upplýsingar um þau fást á skrifstofu Norðurlandaráðs eða hjá fulltrúum landanna í starfshópnum.
Verkefni
- Nordic Tourism Statistics Dashboard (verkefnisstjórn: Finnland)
- Measuring regional tourism and tourism’s environmental impact in the Nordics (verkefnisstjórn: Svíþjóð)
- Communication activities – increasing the visibility of Nordic collaboration in tourism under Nordic Council of Ministers (verkefnisstjórn: Öll lönd)
- Travel Tech Network (verkefnisstjórn: Nordic Innovation)
- X-Nordic Travel Contest (verkefnisstjórn: Nordic Innovation)
- Sustainablel Tourism in the Nordic Harbor Towns (verkefnisstjórn: Green Innovation Group)
- Sustainable Tourism in the North, Clean Energy (verkefnisstjórn: Ísland)
- NorReg - A Nordic Model for Regenerative Tourism (verkefnisstjórn: Ísland)
- Exploring domestic tourism in Nordics (verkefnisstjórn: Finnland)
- Reboot Nordic Tourism through sustainable product development and marketing in the U.S. and China (verkefnisstjórn: Danmörk)
- Local food in tourism (verkefnisstjórn: Ísland)
- Cultural Tourism - a way into more competitive and all-season destinations (verkefnisstjórn: Noregur)