19 stjórnsýsluhindrunum rutt úr vegi

23.10.19 | Fréttir
unga kvinnor arbetar
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Enn gerist það að fólk lendi í klemmu milli regluverka þegar það flytur milli norrænna ríkja. Á síðustu átján mánuðum hefur Norræna stjórnsýsluhindranaráðið þó náð að merkja við nítján hindranir fyrir frjálsri för vegna þess að þær teljast nú leystar.

Sjúkraliðar frá norrænu ríkjunum hafa átt í erfiðleikum með að fá viðurkenningu í Danmörku. Í Danmörku hefur meðal annars verið litið svo á að norskir sjúkraliðar (hjelpeplejere) þurfi frekari menntun og starfsþjálfun til þess að fá að starfa á sínu sviði.

Og fólk sem hefur viljað skrá sig í þjóðskrá í Noregi hefur þurft að sýna fram á að það hafi bæði starf og heimili en litið er á þetta sem ósanngjarna kröfu til fólks sem ferðast hefur til Noregs til að vinna.  

Ný skýrsla

Þetta eru tvö dæmi um truflandi hindrandir fyrir frjálsri för sem tilkynnt hefur verið um til norræna samstarfsins og hefur nýlega verið leyst úr að hluta eða öllu leyti. 

Þetta kemur fram í ársskýrslu Stjórnsýsluhindranaráðsins sem tekur til tímabilsins janúar 2018 til júní 2019. 

Lítil skref í átt til stórrar hugsunar

Upplýsingaþjónusturnar mynda hlekk milli íbúanna og stjórnsýsluhindranaráðsins: Info Norden, landamæraþjónusta Noregs-Svíþjóðar, landamæraþjónustan Øresunddirekt og landamæraþjónusta Norðurkollu taka við öllum spurningum og ábendingum um stjórnsýsluhindranir frá almenningi.

Fulltrúar Stjórnsýsluhindranaráðsins vinna með ráðherrum, stjórnvöldum og starfsgreinasamtökum viðeigandi landa að því að uppræta stjórnsýsluhindranir. 

Verkefnið er að stuðla að því að raungera framtíðarsýn um að Norðurlönd verði best samþætta svæði heims.

Pólitískur vilji nauðsynlegur 

„Stjórnsýsluhindranaráðið beitir þrýstingi en árangur starfs okkar er alltaf kominn undir getu og vilja þingmanna, ráðherra og embættismanna til þess að breyta lögum og reglum. Þess vegna er afar mikilvægt að við höfum skýra sameiginlega sýn: Norðurlöndin eiga að verða best samþætta svæði heims,“ segir Siv Friðleifsdóttir sem hefur verið formaður Stjórnsýsluhindranaráðsins árið 2019. 

Ferðir sjúklinga og barnabætur

Meðal þeirra hindrana sem leyst hefur verið úr síðustu átján mánuði er rétturinn til bóta vegna ferða sjúklinga sem eiga heima í Finnlandi en starfa í Noregi.  Auk þess hefur svo kölluð fjögurra mánaða regla verið lögð af í Finnlandi. Fólk sem starfar í Finnlandi á strax rétt á barnabótum, sjúkradagpeningum og greiðslum í fæðingarorlofi. Þessar greiðslur voru áður háðar kröfu um að viðkomandi hefði verið búsettur í Finnlandi í fjóra mánuði. 

Sameiginlegar byggingareglugerðir

Bertel Haarder frá Danmörku sem taka mun við formennsku í Stjórnsýsluhindranaráðinu vonast eftir niðurstöðum í nokkrum mikilvægum stjórnsýsluhindrunum.

„Stjórnsýsluhindranaráðið hefur gefið í og leyst fleir stjórnsýsluhindranir en búist hafði verið við. En nú erum við komin að erfiðum hindrunum: Norðurlandabúi sem starfar eða fjárfestir í öðru norrænu ríki þarf norræna kennitölu og rafrænt skilríki. Okkur vantar sameiginlegar byggingareglugerðir og við þurfum að viðurkenna menntun milli landanna til þess að fólk geti sótt um störf alls staðar,“ segir Bertil Haarder.   

Hindranir sem vísað er til ríkisstjórna

Vinnan vegna rafrænna skilríkja, samræmingar byggingareglugerða og að því að löndin viðurkenni sjálfkrafa starfsmenntun hvers annars eru þrjár meiriháttar aðgerðir sem snúa að hreyfanleika og hafa nýlega verið settar í forgang í fagráðherranefndum.