5G-samstarfið felur í sér mikil tækifæri sem þarf að nýta betur

20.11.19 | Fréttir
Time-lapse photography of city night lights
Photographer
Adrian Schwarz / Unsplash
Norrænu forsætisráðherrarnir vilja hraða uppbyggingu 5G. Í nýrri greiningu er bent á hvað þarf að gera til að tryggja að Norðurlöndin nái markmiðinu um að verða best í að nota 5G-tækni. Tími er kominn til aðgerðir verði liður í þekkingunni.

Í 5G-tækninni felast tækifæri til margvíslegra breytinga í samfélaginu. Í samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna snýst þetta um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum skilvirkari og sérhæfðari þjónustu. Metnaður ríkisstjórnanna stendur til þess að verða best í nýtingu þessarar tækni. Til þess að ná því er mikilvægt að skilja hvar árangurinn af tækninni er mestur og hvar lengst er í land í löndunum til þess að unnt sé að starfa saman.

RISE (Research Institute of Sweden) hefur að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar unnið SVÓT-greiningu á samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um uppbyggingu 5G. Niðurstöður greiningarinnar eru mikilvæg verkfæri til þess að vísa veginn áfram.

Greiningin sýnir meðal annars að mikilvægt er að vinna saman að því að greina og ryðja úr vegi hindrunum í hverju landi fyrir sig og í lögum gegn því að 5G-netið nái yfir landamæri.

Auk þess er í greiningunni bent á þörfina fyrir að þróa sjálfbær milliríkjaviðskiptamódel sem geta laðað að fjárfestingar eða opnað tækifæri þannig að samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja geti sótt um Evrópusambandsstyrki til milliríkjaverkefna.

5G-tækni skiptir sköpum í þróun samfélags sem byggir á þekkingu, nýsköpun, frjálsri för og stafrænni samþættingu.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Greiningin bendir einnig á ýmsa landsbundna styrkleika og svið þar sem eru tækifæri til áframhaldandi þróunar. Þetta á til dæmis við á sviði framleiðslutækni, flutninga og landbúnaðar. Þegar eru fyrir hendi prófunarumhverfi sem hægt er að byggja á og þróa sem samstarfsverkefni milli ríkja.

„Samkeppnishæfni er eitt áherslusviðanna í nýju norrænu framtíðarsýninni. 5G-tækni skiptir sköpum í þróun samfélags sem byggir á þekkingu, nýsköpun, frjálsri för og stafrænni samþættingu. Þess vegna er svo mikilvægt að við hröðum og styrkjum samstarfið á sviði útfærslu og notkunar á 5G-tækni,“ segir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem bera ábyrgð á stafrænni þróun koma saman í Riga 27. nóvember til að ræða nýju SVÓT-greininguna og veginn framundan í samstarfi um stafræna þróun.