Aukið norrænt samstarf um loftslags- og umhverfismál

26.04.22 | Fréttir
MR-SAM 26 APRIL
Photographer
André Jamholt / norden.org
Norðurlönd eru nú þegar þekkt fyrir metnaðarfulla stefnu sína í loftslags- og umhverfismálum sem stuðla að lausnum á loftslags- og náttúruvandanum. Með Framtíðarsýn okkar 2030 eru aðgerðir á þessu sviði efldar. Markmiðið er að Norðurlönd styrki stöðu sína sem „leiðtogi meðal leiðtoga“ þegar kemur að grænum umskiptum.

Norrænt notagildi sem felst í samlegðaráhrifum og virðisauka er lykilatriði í samstarfi norrænu landanna um loftslags- og umhverfismál. Rík hefð er fyrir því á Norðurlöndum að finna sameiginlegar lausnir á sameiginlegum úrlausnarefnum, á alþjóðavettvangi innan ESB/EES og í samstarfi í tengslum við alþjóðlega sáttmála. Þegar Norðurlönd standa saman er rödd þeirra sterkari og getur áorkað meira í þágu nauðsynlegra lausna. Anne Beathe Tvinnereim, samstarfsráðerra Norðurlanda í Noregi, telur aðferðir Norðurlanda geta verið brautryðjandi á alþjóðavísu.

„Með því að skiptast á þekkingu aukum við getu okkar til að skiptast á pólitískum lausnum. Þetta verklag skapar trúverðugleika og traust til þess sem Norðurlönd hafa til málanna að leggja varðandi flókin alþjóðleg ferli – og það skilar árangri,“ segir Anne Beathe Tvinnereim, samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi.

Þetta verklag skapar trúverðugleika og traust til þess sem Norðurlönd hafa til málanna að leggja varðandi flókin alþjóðleg ferli – og það skilar árangri

Anne Beathe Tvinnereim, samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi

Norrænt samstarf um umhverfis- og loftslagsmál á sér margra ára sögu en Framtíðarsýn okkar 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims og tilheyrandi breytingar á fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar hafa gert stærri verkefni sem skila árangri í þágu grænna umskipta möguleg.

Innan umhverfis- og loftslagssamstarfsins er einnig vilji til að koma á samvinnu á milli opinbera geirans og einkaframtaksins um að velja og innleiða nokkur tilraunaverkefni um útblásturslausar siglingaleiðir á Norðurlöndum. Verkefnið er bein eftirfylgni við Clydebank-yfirlýsinguna um útblásturslausar siglingar sem samþykkt var á COP26-ráðstefnunni í Glasgow.

Það er ánægjulegt að sjá hve hratt hefur tekist að innleiða ný verkefni og samstarf á þessu sviði sem munu skipta miklu máli þegar kemur að því að ná því markmiði að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Margar aðgerðir í tengslum við græn umskipti krefjast þróunar nýrrar, háþróaðrar og kostnaðarsamrar tækni, oft í samvinnu við atvinnulífið og fræðasamfélagið. Í slíku samstarfi skiptir langtímahugsun og fjárhagslegur fyrirsjáanleiki höfuðmáli. Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er ánægð með skjót viðbrögð innan loftslags- og umhverfisgeirans.

„Þegar við sömdum Framtíðarsýn okkar 2030 var markmiðið einmitt að efla samstarfið um græn umskipti. Það er ánægjulegt að sjá hve hratt hefur tekist að innleiða ný verkefni og samstarf á þessu sviði sem munu skipta miklu máli þegar kemur að því að ná því markmiði að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Paula Lehtomäki.

Samstarfið nær einnig til norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins NEFCO, umhverfismerkisins Svansins og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Contact information