COP26: Dagskráin er komin

25.10.21 | Fréttir
Speaker at choosing grren
Photographer
Juliette Rowland
Norræna dagskráin í norræna skálanum í Glasgow og COP26-miðstöðinni í Helsinki inniheldur fleiri en 100 viðburði um ýmis málefni tengd loftlagsbreytingum og lausnum á því sviði. Frá grænni orku og samgöngum til matvælakerfa og fjármála.

Norðurlöndin hafa í tengslum við loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – COP26 – sett upp tvo skála; einn í Glasgow og annan í Helsinki. Markmið okkar er að kynna mikilvægar norrænar lausnir á alþjóðlegum áskorunum í loftslagsmálum og bjóða álitsgjöfum, borgurum og hagsmunaaðilum að taka þátt í samtalinu.

Hins vegar er mikilvægt að geta valið grænan valkost. Þess vegna komum við upp norrænni COP26-miðstöð í Helsinki fyrir þau sem ekki hafa aðgang að COP26 í Glasgow eða vilja ekki fljúga til að taka þátt í samtalinu.

Það sem búast má við:

  • Við höfum boðið sérfræðingum, ráðherrum, þjóðarleiðtogum og almenningi að taka þátt í samtalinu.
  • Á hverjum degi er gegnumgangandi þemað ein af stærstu og mest krefjandi áskorununum í loftlagsmálum, allt frá því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis til fjármögnunar og lausna sem taka mið af náttúrunni.
  • Framgangur viðræðnanna er kynntur einu sinni á dag á hádegisfundi með norrænu fulltrúunum

Rafrænt aðgengi að öllum viðburðum í Glasgow og Helsinki

Í ár þarftu ekki að skrá þig til þess að fá aðgang að viðburðunum Góð nettenging er allt sem þarf. Við streymum öllum viðburðum í beinni í samstarfi við samstarfsaðila okkar á sviði miðlunar, We Don’t Have Time sem er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga á samfélagsmiðlum.

Choosing Green

Norðurlöndin eru heimili okkar. Alls staðar á Norðurlöndum, í borgum og sveitum, reynum við að lifa í sátt við náttúruna og skapa sjálfbær samfélög.

En við verðum að gera betur. Loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalla á athygli okkar og að við bregðumst við. Norræna líkanið stendur einnig frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar þrýst er á varðandi lýðræði, samþættingu og inngildingu.

Á Norðurlöndum stefnum við að því að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Við erum staðráðin í að sýna hvað þetta þýðir í raun í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Choosing Green“.

Taktu endilega þessa daga frá til þess að fara til Glasgow eða Helsinki eða taktu þátt heiman úr stofu í norrænu samstarfi um að grípa til aðgerða, draga úr loftslagsáhrifum og finna lausnir við loftslagsáskorununum.