Fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023 hefur verið samþykkt

03.11.22 | Fréttir
Session 2022
Ljósmyndari
Johannes Jansson
Norrænu samstarfsráðherrarnir og forsætisnefnd Norðurlandaráðs ræddu fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2023 á 74. þingi Norðurlandaráðs. Í ár gegna Finnar formensku í Norðurlandaráði og eru því gestgjafar þingsins.

Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu þann 1. nóvember fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Grundvöllur fjárhagsáætlunarinnar er framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Framtíðarsýnin felur í sér þrjú stefnumarkandi áherslusvið sem miða að því að Norðurlönd verði í fararbroddi þegar kemur að grænum umskiptum, félagslegri sjálfbærni og samkeppnishæfni. Eins og hefð er fyrir var höfðu Norræna ráðherranefndarin og Norðurlandaráð samráð við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Samkomulag náðist sumarið 2022 og felur það í sér ýmsar beinar aðgerðir og áherslusvið, sérstaklega á sviði menningar- og menntamála. Norðurlandaráð samþykkti 2. nóvember álit sitt um fjárhagsáætlun ársins 2023.

Ferli sem margir koma að

Samstarfsráðherrarnir leggja áherslu á að fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar verði í framtíðinni einnig notuð til að uppfylla Framtíðarsýn 2030, bæði samkvæmt núverandi framkvæmdaáætlun, sem gildir út árið 2024, og þeirri næstu. Í ljósi aðstæðna í heimsmálum – kórónuveirufaraldurs, stríðs og orkuvanda – þarf að vinna að Framtíðarsýn 2030 með þverfaglegri nálgun. Einnig er mikilvægt að norrænir stjórnmálamenn eigni sér málið og að starfað verði með norrænum stofnunum, skrifstofum, félagasamtökum og atvinnulífi. Samstarf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunarinnar er liður í því ferli.