Hlaðvarp: Norrænar raddir tjá sig um grænu orkuskiptin

Græn orkuskipti eru til umfjöllunar í nokkrum sérstökum þáttum hlaðvarpsins The Foreign Desk Explainer frá Monocle, þar sem kafað er djúpt í norræn málefni sem varða heiminn allan. Þessi alþjóðlega þáttaröð, þar sem kastljósinu er einkum beint að málefnum sem varða sjálfbærni, var framleidd í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, þar sem megináherslan var á nauðsyn þess að grípa til aðgerða í loftslagsmálum.
Innsýn frá ráðherrum, aðgerðasinnum og rannsakendum
Allt frá sjálfbærum landbúnaði, kolefnishlutleysi og „loftslagsþreytu“ til vistvænni ferðalaga – og matarvenja? Á meðal þeirra sem koma fram í hlaðvarpsþáttaröðinni, sem breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Michael Booth stýrir, eru heimskunni arkitektinn Lene Tranberg, Rune Blomhoff prófessor, sem fer fyrir undirbúningi Norrænu næringarviðmiðanna, finnski umhverfis- og loftslagsbreytingaráðherrann Krista Mikkonen, Ivar Karlsson, forstjóri sænskrar járnbrautaferðaskrifstofu og Saara Kankaanrinta, sem var tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021. Öll deila þau þekkingu sinni, framtíðarsýn og sjónarmiðum um grænu orkuskiptin.
Við vonum að þið njótið þessa hlaðborðs hugmynda sem reitt er fram í þessari þáttaröð:
Vistvænni ferðavenjur á Norðurlöndum
Fram koma: Knut Arild Hareide, fyrrverandi samgönguráðherra Noregs, Kristian Djurhuus, framkvæmdastjóri Forsea, Anne Larilahti, sjálfbærnistjóri hjá Finnair, Krista Mikkonen, umhverfis- og loftslagsbreytingaráðherra Finnlands, Ivar Karlsson, forstjóri sænskrar járnbrautaferðaskrifstofu, Christian Andersen, yfirverkfræðingur hjá Maersk Line.
Hvernig á að ná takmarkinu um kolefnishlutleysi á Norðurlöndum?
Fram koma: Åsa Bäcklin, upplýsingafulltrúi SSAB, Erik Frandsen, arkitekt og meðeigandi á arkitektastofunni Lundgaard & Tranberg, Lene Tranberg, arkitekt, stofnandi og meðeigandi á arkitektastofunni Lundgaard & Tranberg, Tom Einar Jensen, framkvæmdastjóri Freys, Jacob Sterling, yfirmaður afkolunar, nýsköpunar og viðskiptaþróunar hjá Mærsk og Dominic Ward, framkvæmdastjóri Verne Global.
Sjálfbærari matarvenjur á Norðurlöndum
Fram koma: Michael Minter, verkefnastjóri hjá CONCITO, Luka Balac og Carlos Henriques frá veitingastaðnum Nolla í Helsinki, dr. Rune Blomhoff, prófessor við Óslóarháskóla, Anne Pøhl Enevoldson, sjálfbærnistjóri hjá Matvælastofnun Danmerkur og Anna-Karin Quetel, sem starfar við sjálfbæra stefnumótun hjá Matvælastofnun Svíþjóðar.
Undirbúningur fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga
Fram koma: Uta Reichardt, þverfaglegur rannsakandi við Háskóla Íslands, slökkviliðsmaðurinn Dan Sundström, Patrik Andersson, Södra Skog, Rico Kongsager, dósent í almannavörnum og neyðarstjórn við Københavns Professionshøjskole, Jens Thoms Ivarsson, sem stýrir „regnverkefni“ borgaryfirvalda í Gautaborg og Lisa Ekström, loftslagsráðgjafi hjá skipulagsráði Gautaborgar.
Norræn úrræði til að efla sjálfbæran landbúnað
Fram koma: Krista Mikkonen, umhverfis- og loftslagsbreytingaráðherra Finnlands, Afton Halloran (PhD), sjálfstæður ráðgjafi um skipti yfir í sjálfbær matvælakerfi, Saara Kankaanrinta, sem er formaður Baltic Sea Action Group og var tilnefnd til umhverfsverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021, Flemming Schiøtt Hansen, stofnandi Stedsans in the Woods, Magnus Bondesson hjá Skógarstofnun Svíþjóðar og skógareigandinn Lars Erik Levin.
Hvernig á að miðla langtímavanda – hættan á „loftslagsþreytu“
Fram koma: Jakob Askou Bøss, yfirmaður stefnumótunar og samskipta við hagsmunaaðila hjá Ørsted, Esther Michelsen Kjeldahl, loftslagsaðgerðasinni, Li Andersson, menntamálaráðherra Finnlands, Lex Harvey, verkefnastjóri norsk-kanadíska samstarfsverkefnisins um styrki til loftslagsblaðamanna, Petra Laiti, aðgerðasinni, og Pelle Boberg, óháður stjórnarmaður hjá sænsku umhverfisstofnuninni.
Líffræðileg fjölbreytni í forgangi á Norðurlöndum
Fram koma: Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, Ulf Nilsson, sérfræðingur um ágengar tegundir, Lise Lykke Steffensen, stjórnandi hjá Nordgen , Lasse Eriksen Bjørn hjá norðurheimskauts- og umhverfissviði Samaráðsins og Tine Sille Svendsen frá norrænum ráðgjafarhópi ungmenna um líffræðilega fjölbreytni.
Norræna upprisan – tími til að endurnýja samfélagssáttmálann
Fram koma: Bertel Haarder, fyrrverandi ráðherra og forseti Norðurlandaráðs, Marna Eide, verkefnastjóri alþjóðlegra verkefna hjá FRI, norsku stofnuninni um kynjafjölbreytni, Tor Alvik, sviðsstjóri hjá norsku stofnuninni um stafræna stjórnsýslu, Josefin Carlring, framkvæmdastjóri Norræna félagsins í Svíþjóð og Johan Strang dósent í ráðgjafahópi um líffræðilegan fjölbreytileika við Háskólann í Helsingfors.