Karin Rehnqvist vinner Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2022

01.11.22 | Fréttir
Karin Rehnqvist
Photographer
Magnus Fröderberg, norden.org
Sænska tónskáldið Karin Rehnqvist hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið Silent Earth í Helsinki á þriðjudagskvöld. Silent Earth er svimandi og ákaflega hvetjandi verk sem hafði mikil áhrif á dómnefndina. „Með meistaralegu handbragði“ særir Rehnqvist fram einstakan mátt tónlistarinnar.

Það var handhafi tónlistarverðlaunanna frá því í fyrra, færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir, sem afhenti Karin Rehnqvist verðlaunin í beinni útsendingu frá verðlaunaathöfn í Tónlistarhúsinu í Helsinki á þriðjudagskvöld.

Rökstuðningur dómnefndar

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2022 hlýtur Karin Rehnqvist frá Svíþjóð fyrir verkið Silent Earth.

 

Silent Earth er svimandi og ákaflega hvetjandi verk som imponerade stort på bedömningskommittén.Í því sprettur fram leikræn tónafrásögn sem hefur loftslagsvandann í bakgrunni og leiðir hlustandann frá ís yfir að eldi af vægðarlausum krafti. Með þessu verki sýnir Rehnqvist að hún hefur nánast fullkomið vald á hinum tæknilegu hliðum tónsmíða.Með meistaralegu handbragði særir Rehnqvist einnig fram hinn einstaka hæfileika tónlistarinnar til að skilgreina jöfnum höndum tíma og rúm, skapa lifandi myndir úr tónum og sterka tilfinningaupplifun sem hver og einn getur túlkað að vild. Í öllu myrkrinu sprettur sköpunarkrafturinn fram og lætur dæluna ganga um að kannski felist von mannkynsins einmitt í honum.

 

Annað hvert ár eru tónlistarverðlaunin veitt tónlistarhópi eða -flytjanda og hitt árið, eins og í ár, eru þau veitt núlifandi tónskáldi.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Verðlaunahafar fá verðlaunastyttuna Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur við verðlaunaathöfn sem haldin er í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs.

Vinnaren av Nordiska rådets musikpris 2022 är Karin Rehnqvist för verket ”Silent Earth". Presentatör på prisutdelningen i Musikhuset i Helsinfors, Finland, var Eivør Pálsdóttir, artist och vinnare av Nordiska rådets musikpris 2021.