Lífhagkerfið skiptir sköpum fyrir sjálfbæra framtíð

19.09.18 | Fréttir
Tang, seaweed
Ljósmyndari
Scanpix
Hvernig er hægt að halda uppi miklum lífsgæðum en draga samt úr áhrifum þeirra á umhverfið? Þessi spurning er kjarni endalausra stefnumótunarumræðna, opinberra umræðna og alþjóðasamninga. Í septembertölublaði tímaritsins „Sustainable Growth the Nordic Way“ er farið í saumana á hlutverki lífhagkerfisins við að tryggja sjálfbæra framtíð.

Útlit er fyrir að íbúar jarðar muni ná níu milljörðum árið 2050 sem að mati Sameinuðu þjóðanna krefst 50% aukningar á framleiðslu bæði matvæla og orku. Hvernig má tryggja að þessi aukning verði sjálfbær?

Í septembertölublaði tímaritsins "Sustainable Growth the Nordic Way" er farið í saumana á hlutverki lífhagkerfisins við að tryggja sjálfbæra framtíð. Í lífhagkerfinu felst stýring á endurnýjanlegum líffræðilegum auðlindum og umbreytingu þeirra í matvæli, búfé, lífrænar vörur og líforku. Lífhagkerfið felur í sér margar lausnir fyrir sjálfbærari framtíð. Í þessu getur falist betri nýting á aukaafurðum í iðnaði, nýskapandi framleiðsla úr auðlindum sem eru fyrir hendi og jafnvel ræktun nýrra auðlinda svo sem þörunga og þangs.

Í forystu

Norræna ráðherranefndin hefur með virkum hætti stutt við umbreytingu í átt til lífhagkerfis í allnokkur ár. Tvær vörður á þeirri leið eru útgáfa Nordic Bioeconomy – 25 cases for sustainable change árið 2017 og Nordic Bioeconomy Programme – 15 Actions for Sustainable Change árið 2018. Norræna ráðherranefndin hefur einnig gegnt leiðandi hlutverki í þróun lífhagkerfisins í svæðisáætlun Evrópusambandsins fyrir Eystrasaltssvæðið og viðurkennir með því sameiginlega ábyrgð á þróun svæðisins.

Fyrir tveimur árum var búið til slagorðið endurnýjun – verðmætaaukning – hringrásarhugsun – samvinna til þess að lýsa norræna lífhagkerfinu. Kannski er kominn tími til að bæta samskiptum á þennan lista.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Markaðurinn fyrir líffræðilegar vörur er þegar stór og hann er vaxandi. Sömuleiðis þörfin fyrir tækniþekkingu og í hverri viku heyrast sögur af nýsköpun, nýjum stefnumótunarleiðum og nýjum rannsóknum á sviði lífhagkerfisins. Hér er gerð tilraun til að deila nokkrum af þessum sögum með áhugasömum lesendum.