Matur og ungar loftslagsofurhetjur

03.12.19 | Fréttir
Adam Arnesson ekobonden
Ljósmyndari
norden.org

Adam Arnesson, einnig þekktur sem „lífræni bóndinn“, sýnir loftslagsofurkrafta sína á norrænum loftslagsaðgerðavikum í Stokkhólmi  

Ungur bóndi sem minnkaði losun gróðurhúsalofttegunda um helming, vegan bloggari sem er að endurskilgreina sælufæði (comfort food) og stefnumótandi aðilar að ræða skapandi loftslagsaðgerðir. Á meðan COP25 stendur yfir ætlar Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu að leiða saman nýjar raddir, hugmyndir og beinar aðgerðir sem geta hraðað umskiptum í átt að sjálfbæru mataræði.

Skýrslur frá norrænu ríkjunum sýna að hröð breyting er að verða á matarvenjum ungs fólks. Í Svíþjóð hefur til dæmis meira en helmingur ungmenna á aldrinum 18-29 ára dregið úr kjötneyslu og segir jafnframt loftslagsbreytingar vera meginhvata. Þróun á mataræði og hversdaglegum loftslagsaðgerðum á sér ekki bara stað á Norðurlöndum heldur um allan heim – eins og sjá má á fjölda stúdenta sem taka þátt í loftslagsverkföllum á hverjum föstudegi!

Mataræði sem hversdagsleg loftslagsaðgerð

Matvælakerfi heimsins er á bak við allt að þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda og hefur jafnframt tengingu við hvert og eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Við þurfum að hlusta á nýjar raddir í umræðunni um hvernig matarvenjur okkar geta hjálpað í baráttunni gegn loftslagsvánni.

„Þrennt þarf til ef við ætlum að gera matvælakerfi heimsins sjálfbærara; það þarf að bæta framleiðsluferlið, draga úr því gríðarlega magni af mat sem við hendum og minnka neyslu á auðlindafrekustu matvælunum svo sem kjöti og mjólkurvörum. Við eigum að breyta eigin venjum en mikilvægast er að það verði kerfislæg og pólitísk breyting,“ segir Elin Röös, rannsakandi við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar og ein mælenda á hádegisfundaröðinni „Taste the transition“

Við eigum að breyta eigin venjum en mikilvægast er að það verði kerfislæg og pólitísk breyting.

Elin Röös, rannsakandi við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar

Ný pólitísk verkfæri og þátttaka ungs fólks

Á norrænu loftslagsvikunum í Stokkhólmi, sem fara fram samhliða loftslagsviðræðum SÞ, ætlar Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu að beina kastljósinu að lausnum og röddum ungs fólks. Markmiðið er að hraða breytingum með því að prófa nýjar matarsamsetningar, ræða nýjar leiðir við ákvörðun matvælastefnu og standa fyrir fundarröð um mat og sjálfbærni.

Komdu í Norrsken-húsið og vertu með í gómsætum matarumskiptum. Sætafjöldi á viðburðunum er takmarkaður svo við mælum með að fólk skrái sig.

 

Policy lab: Food is the new climate action - but how?

  • 5. desember kl. 18.30-19.30

Mataræði er nýr vettvangur loftslagsaðgerða – en hvernig? Í þessari stefnumótunarstofu verður kannað hvernig nýjar leiðir við ákvörðun matvælastefnu geta umbreytt hugmyndum í aðgerðir. Skráning

 

Youth movement for sustainable consumption patterns

  • 6. desember kl. 18.30-19.30

Við viljum stuðla að breytingum með því að stofna til innihaldsríks samtals milli áhugasamra ungmenna um hóflegri neyslu. Samtalið hefst með innleggi frá fulltrúum í Madríd. 

*Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu tekur þátt í þessum viðburði en stendur ekki fyrir honum.

 

Let’s play!The 1.5 Food Festival

  • 7. desember kl. 14.00-16.00

Taktu þátt í skapandi matarupplifun og vertu með í að búa til loftslagsvænan 1,5 gráðu matseðil fyrir framtíðina. Komdu með vinum þínum og taktu þátt í að hanna bragðbestu matarsamsetningarnar, í samræmi við 31T-hugmyndina. Á viðburðinum mætast tækni og matargerð til þess að stuðla að hversdaglegum loftslagsaðgerðum. Skráning

 

Taste the transition – hádegisfundir

  • 2.-13. desember kl. 12.30-13.30

10 hádegisfundir þar sem hugmyndaríkir einstaklingar kynna hugmyndir sínar að leiðum til að hraða umskiptum í átt að sjálfbærara og heilsusamlegra mataræði. Dagskrá og skráning

Ef þú skyldir missa af einhverjum fyrirlesaranna getur þú hlustað á suma þeirra í hlaðvarpsþáttarröðinni Nordic Food Tech.

Sýndarbakdyr að COP25

Í nýju fyrirkomulagi býður Norræna ráðherranefndin upp á tvær stöðvar á COP25: Annars vegar skála fyrir þátttakendur á sjálfri COP-ráðstefnunni í Madríd og hins vegar viðburðarrými í Stokkhólmi sem opið er almenningi. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að efla loftslagsumræður. Auk þess að fá tækifæri til að ræða loftslagsaðgerðir við ungmenni, sérfræðinga, ráðherra, félagasamtök og almenning með áhuga á loftslagsmálum, færðu einnig að upplifa sýndarbakdyr að COP25 í Madríd.