Menntun virkjar flóttafólk í vinnu
„Þessi nýja þekking á aðgerðum sem geta hjálpað flóttafólki til þess að fá vinnu er norrænu ríkjunum mikilvæg. Við eigum að miðla þeim aðlögunaraðgerðum sem ganga vel. Í því felst virðisauki fyrir aðgerðir einstakra ríkja. Það eru verðmæti sem að lokum gagnast einstaklingum í hópi flóttafólks,“ segir Christina Springfeldt, deildarstjóri þekkingar- og velferðardeildar Norrænu ráðherranefndarinnar, um skýrsluna. Nordic integration and settlement policies for refugees. Niðurstöður skýrslunnar byggja á tíu ára greiningu á aðlögun 200.000 nýaðkominna flóttamanna að vinnumarkaði í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Þessi nýja þekking á aðgerðum sem geta stutt flóttafólk til að fá vinnu skiptir norrænu ríkin máli. Við eigum að miðla þeim aðlögunaraðgerðum sem ganga vel. Í því felst virðisauki fyrir aðgerðir einstakra ríkja. Það eru verðmæti sem að lokum gagnast einstaklingum í hópi flóttafólks.
Lykillinn að velgengni fyrir flóttafólk
Í skýrslunni kemur fram að hreyfingin úr atvinnuleysi inn á vinnumarkaðinn er hæg fyrstu árin eftir komu flóttafólksins. En hlutfall nýaðkomins flóttafólks sem hefur tekist að fá vinnu hækkar á nokkrum árum. Ástæðan fyrir þessum byrjunarerfiðleikum er að flóttafólk kemur í neyð og hefur ekki með markvissum hætti aflað sér hæfni sem sem greiðir leiðina inn á norrænan vinnumarkað að mati Vilde Hernes frá háskólanum í Ósló, meðhöfundar skýrslunnar. Hún segir:
„Skýrslan sýnir að menntun flóttafólks hefur skilað sér til lengri tíma litið bæði í Svíþjóð og Noregi.
Aðlögun er líka jafnrétti
Þá kemur fram í skýrslunni að í Noregi hefur tekist best að virkja konur í hópi flóttafólks á vinnumarkaði. Ein ástæða þess að þetta gengur svona vel í Noregi miðað við hin löndin er endurskoðun á þeim skorti á áherslu á jafnrétti sem áður ríkti í Noregi – þar með rétti kvenna í hópi flóttafólks til að vinna,“ segir fyrrum forstjóri Integrations- og mangfoldighedsdirektoratet og bæjarfulltrúi í Drammen, á kynningarfundinum í ráðstefnumiðstöðinni í Ósló.
Norrænt teymi vísindamanna að baki
Kristian Rose Tronstad, sérfræðingur hjá By- og regionforskningsinstituttet (NIBR) í OsloMet, leiddi verkefnið sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og í verkefnahópnum hafa verið Pernilla Andersson Joona, vísindamaður hjá Institutet for social forskning (SOFI) við Háskólann í Stokkhólmi, Jacob Nielsen Arendt, rannsóknarstjóri í Rockwool Fondens Forskningsenhed og Vilde Hernes, PhD-styrkþegi, í Institutt for statsvitenskap, Háskólanum í Ósló.
Í Noregi er hlutur kvenna í hópi flóttamanna hærri á vinnumarkaði og munur á atvinnuþátttöku kynjanna minni en í Svíþjóð og Danmörku.
Í Svíþjóð eru niðurstöðurnar bestar fyrir karla í hópi flóttamanna sem koma á aldrinum 46-55, í Noregi hjá þeim sem koma á aldrinum 26-45 ára og Danmörku á aldrinum 20-25 ára.
Í Danmörku er atvinnuþátttaka metin mest, á öllum stigum menntunar, fyrstu tvö árin eftir komuna til landsins.
Í Noregi er atvinnuþátttaka flóttafólks með litla eða enga menntin best til lengri tíma litið.
Aðlögunarferli flóttafólks sem dvalið hefur um lengri tíma í landinu og er með framhaldsmenntun eða æðri menntun er best í Noregi og Svíþjóð.