Norðurlönd skoða kynjablinda loftslagsstefnu á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

08.03.22 | Fréttir
Kvinna i klimatdemonstration
Photographer
Filippo Bacci
Á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku munu jafnréttismálaráðherrar Norðurlanda skerpa á loftslagsstefnunni. Á sameiginlegum málfundi þann 16. mars munu þeir ræða hvers vegna norræn loftslagsstefna hefur hingað til verið „kynjablind“ og draga upp mynd af réttlátari og árangursríkum grænum umskiptum sem helgast af jafnrétti.

„Við leysum loftslagsvandann ekki án jafnréttis. Við verðum að hafa jafnrétti að leiðarljósi í öllu sem við gerum. Taka verður tillit til kynjamunar, einkum varðandi atvinnu og áhrif en einnig þegar kemur að neyslu, lífsstíl og matarvenjum. Það er eina leiðin til að tryggja réttláta og inngildandi loftslagsstefnu sem er nokkuð sem við viljum að Norðurlönd verði í fararbroddi fyrir,“ segir Anette Trettebergstuen, jafnréttismálaráðherra í Noregi og fundarstýra norræna ráðherrapallborðsins á fundinum.

Þema ársins er loftslagsmál og jafnrétti

Fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, CSW, er mikilvægasti alþjóðlegi viðburður heims sem hefur að markmiði að bæta stöðu kvenna um heim allan.
Vegna faraldursins verða færri viðstödd í eigin persónu en alla jafna en fjórir norrænir jafnréttismálaráðherrar munu halda til fundarins til að taka þátt í umræðunum.
Fundurinn í ár fjallar um að bæta viðkvæma stöðu kvenna og stúlkna í tengslum við loftslagsbreytingar og auka áhrif þeirra á loftslagsstefnuna.

Taktu þátt í umræðunum á staðnum í New York eða á netinu

Miðvikudaginn 16. mars bjóða norrænu jafnréttismálaráðherrarnir til umræðna undir yfirskriftinni From Gender-Blind to Gender-Just: Time to Commit to the Nordic Climate Leadership 
Ertu á staðnum í New York eða viltu fylgjast með umræðunum á netinu?

Loftslagsspor karla og kvenna er ólíkt

Í stórum hlutum heimsins verða konur verr fyrir barðinu á öfgakenndu veðurfari og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga og vitundarvakning er að verða um sjónarhorn kvenna.

Á Norðurlöndum eru áhrifin ekki eins greinileg en kynjamunur er til staðar þegar kemur að loftslagsspori, áhrifum á alþjóðlegar viðræður, grænum umskiptum á vinnumarkaði og aðkomu að þeim atvinnugreinum þar sem tæknilegar loftslagslausnir verða til.

Þetta munu ráðherrarnir fjalla um 16. mars.

Ný skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni sýnir að ekki hefur verið tekið tillit til þessa í loftslagsstefnum norrænu landanna:

Samráð við atvinnulífið og borgaralegt samfélag

Nú vilja norrænu jafnréttismálaráðherrarnir auka þekkingu og vitund til að geta gert loftslagsstefnuna markvissari og komast hjá því að kynjamunur á Norðurlöndum aukist vegna hinna grænu umskipta.
 


Í janúar á þessu ári stefndu jafnréttismálaráðherrarnir saman lykilaðilum úr borgaralegu samfélagi, atvinnulífinu, fræðasamfélaginu og loftslagsmálum til hringborðsumræðna í Ósló til að tryggja jafnréttissjónarmið í loftslagsstefnunni:

Tilbúnir að gangast undir skuldbindingar

Meðal niðurstaðna hringborðsumræðnanna sem ráðherrarnir vinna nú út frá var að það mun verða mikilvægt að byggja upp samstöðu þvert á málaflokka, afla aukinnar þekkingar á tengslum loftslagsmála og jafnréttis og að vinna út frá þverlægu sjónarhorni og með hliðsjón af réttindum.

Hinn 16. mars munu jafnréttismálaráðherrarnir, í tengslum við CSW, gangast undir skuldbindingu um að framvegis skuli norrænu loftslags- og jafnréttisstefnurnar styrkja hvor aðra.

Í pallborði:

Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra, Noregi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Íslandi

Eva Nordmark, atvinnu- og jafnréttisráðherra, Svíþjóð

Naaja H. Nathanielsen, fjármála-, auðlinda-, dómsmála- og jafnréttisráðherra, Grænlandi

Trine Bramsen, samgönguráðherra og jafnréttisráðherra, Danmörku

Sólvit E. Nolsø, félagsmálaráðherra, Færeyjum

Thomas Blomqvist, samstarfsráðherra Norðurlanda og jafnréttisráðherra, Finnlandi

Gro Lindstad, framkvæmdastjóri FOKUS – Forum for Kvinner og Utviklingsspørsmål, Noregi

Fundarstjóri: Katja Iversen, aðalráðgjafi

Contact information