Norræna sjálfbærninefndin: „Með tímanum verður að draga úr framleiðslu á olíu og gasi á Norðurlöndum“

30.06.22 | Fréttir
parlamentariker på båt bland isberg
Ljósmyndari
Anna Rosenberg
Norræna sjálfbærninefndin hafði hinn síminnkandi Grænlandsjökul fyrir augunum þegar hún kom saman í Ilulissat til að taka afstöðu til ýmissa tillagna sem varða loftslagsvána. Nefndin hóf viðkvæma umræðu um að draga smám saman úr framleiðslu jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og hún vill stefnumarkandi samstarf um að fanga og geyma kolefni.

Grænland er meðal þeirra svæða heims þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga eru hvað sýnilegastar.

„Bind vonir við djarfar ákvarðanir“

„Í Ilulissat er bráðnun jökulsins áberandi og nú höldum við hér fund þar sem nær eingöngu er fjallað um loftslagsvána. Ég bind vonir við að djarfar ákvarðanir verði teknar,“ sagði Pipaluk Lynge-Rasmussen (ia).

Ræða verður minnkandi framleiðslu

Að loknum áköfum umræðum varð nefndin sammála um að reyna að minnsta kosti að koma því að í norrænni stefnumótun að dregið yrði úr framleiðslu á olíu og gasi á Norðurlöndum.

Þróa kolefnisgeymslu

Nefndin mun einnig vinna áfram með tillögu frá flokkahópi hægrimanna um að Norðurlönd verði leiðandi í að fanga og geyma kolefni.

„Við vinnum ekki nógu vel saman“

„Norðurlöndin vinna af kappi að þessum málum en þau vinna ekki nógu vel saman. Ef við grípum þetta tækifæri gætum við skapað ný störf í grænum umskiptum,“ sagði norska þingkonan Lene Westergaard-Halle (h).

Breytt lífsskilyrði í Grænlandi

Þingmennirnir í sjálfbærninefndinni sáu einnig Iulissat-ísfjörðinn sem er á Heimsminjaskrá UNESCO og hittu Palle Jeremiassen bæjarstjóra.

Ferðaþjónustan verður kolefnishlutlaus

Loftslagsbreytingarnar hafa áhrif á dýr og menn og eins verður ferðaþjónustan að aðlagast breytingunum.