Ný stefna um kynningu Norðurlanda á alþjóðavettvangi

28.10.14 | Fréttir
placer norden i verden

place the nordic in the world

Mikill áhugi er á norrænu löndunum og Norðurlöndum sem heild á alþjóðavettvangi. Stjórnmálasamtök, hagsmunasamtök, atvinnulífið og samtök í ferðamannaiðnaði telja að tími sé kominn til að taka höndum saman.

Á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi á þriðjudaginn samþykktu samstarfsráðherrar Norðurlanda nýja áætlun um að kynna og marka Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi.

Samstarfsráðherrar Norðurlanda samþykktu áætlunina í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Á myndinni er Elisabeth Aspaker, samstarfsráðherra Noregs.

Fullvissan um að Norðurlönd geti á mörgum sviðum náð meiri árangri saman heldur en hvert um sig nær einnig til þess að kynna og marka löndunum stöðu á heimsvísu. Þess vegna ætla ýmsir norrænir aðilar á næstu árum að koma skipulagi á vinnuna að því að efla samkeppnishæfni og áhrif landanna á alþjóðavettvangi. 

– Um þessar mundir er áhuginn og forvitnin um Norðurlönd mikil á alþjóðavettvangi. Það á ekki aðeins við um bókmenntir, kvikmyndir og hönnun, heldur líka samfélagsgerð okkar og þau gildi sem hún byggir á. Skilningurinn er sá að við virðumst hafa svörin við ýmsum af þeim spurningum sem verið er að spyrja um allan heim einmitt núna. Til dæmis hvernig hægt er að búa til opið samfélag sem getur þróast og haldið velli á erfiðum tímum. Við eigum að nota þessa forvitni – hvort tveggja til að veita öðrum innblástur og til að styrkja samfélög okkar, segir Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra.

Fimm áherslusvið

Norræna ráðherranefndin (opinber samstarfsstofnun ríkisstjórna Norðurlanda) á að samhæfa og samræma norrænt starf að kynningarmálum í samstarfi við opinbera aðila og einkaaðila. Grunnmarkmiðið er að efla samkeppnishæfni og alþjóðleg áhrif Norðurlanda og norrænu ríkjanna. Í áætluninni eru valin fimm svið sem á að kynna: Norræna líkanið, Norðurlönd sem þekkingarsamfélög, norrænt hugarflug og nýsköpun og náttúra og menning Norðurlanda.

Að mati samstarfsráðherranna er það samspil ýmissa styrkleika sem gerir Norðurlönd áhugaverð.

– Nýja samstarfsáætlunin gerir okkur kleift að þróa norrænt samstarf. Með því að skýra samstarfið á þeim sviðum þar sem Norðurlönd standa sterkt getum við aukið áhrif okkar á alþjóðavettvangi, segir Kristina Persson, samstarfsráðherra Svíþjóðar.

Kynningin á Norðurlöndum á að vera víðtæk og fara fram í nánu samstarfi við löndin hvert um sig. Annika Rembe, framkvæmdastjóri Svenska institutet, sem vinnur að því að kynna Svíþjóð á alþjóðavettvangi, segir ekki vera hrædd við samkeppnina.

– Nei, þvert á móti. Stundum er áhugaverðara að kynna Norðurlönd heldur en einstök lönd. Í þeim tilvikum þar sem við höfum sameiginlega hagsmuni er ljóst geta slíkir starfshættir geta skilað auknum árangri.

Nánari upplýsingar um rannsóknina: