Nýjar áherslur í samstarfi Norðurlanda og Rússlands um heilbrigðismál

05.12.18 | Fréttir
Sygeplejersker
Ljósmyndari
Yadid Levy / Norden.org
Næstu tvö árin verður lögð áhersla á að auka þekkingu á sýklalyfjaónæmi, bæði meðal heilbrigðisstarfsfólks og meðal almennings, í samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar um heilbrigðismál í Norðvestur-Rússlandi. Norræna samstarfsnefndin ákvað á fundi sínum 11. desember að eyrnamerkja þessu verkefni sex milljónir danskra króna.

Samstarfið um sýklalyfjaónæmi er framhald á samstarfsáætlun sem hófst árið 2017. Fyrstu tvö árin var í áætluninni lögð áhersla á HIV/AIDS og berkla  og hafa bæði rússnesk stjórnvöld og Norræna ráðherranefndin verið ánægð með samstarfið og árangur þess. Mikill áhugi er á áframhaldi samstarfi um heilbrigðismál af hálfu Rússlands.

 

Samstarf sem gagnast báðum aðilum

„Sýklalyfjaónæmi er hnattrænt vandamál sem nær yfir landamæri og mat bæði Norðurlanda og Rússa er á einn veg, að það gagnist báðum aðilum að byggja upp samstarfsnet á þessu sviði,“ segir Andreas Ekengren, fulltrúi frá UD í Svíþjóð, en hann stýrði fundi samstarfsnefndarinnar.

Markmiðið með áætluninni er að skiptast bæði á sérþekkingu og gögnum og að styðja við framkvæmd stefnu Rússlands um sýklalyfjaónæmi í Norðvestur-Rússlandi. Í áætluninni felst auk þess menntun heilbrigðisstarfsfólks og áhersla bæði á notkun sýklalyfja og hugsanlegt sýklalyfjaónæmi meðal almennings í Norðvestur-Rússlandi og á Norðurlöndum.

Finnska heilbrigðis- og velferðarstofnunin THL fer með stjórnsýslu verkefnisins.