Traustar byggðir - lykillinn að félagslega sjálfbærum Norðurlöndum

16.12.20 | Fréttir
Stadsvy från luften
Photographer
unsplash.com/Samuel Han
Mikilvægasta markmið norræns samstarfs á sviði byggðamála næstu fjögur árin er að búa öll byggðalög á Norðurlöndum undir að takast á við gríðarleg umskipti og kreppur.

Áttu heima í dreifbýli í Finnlandi eða í sænskri stórborg, á landamærasvæði í Danmörku, íslensku sjávarþorpi eða norskri eyju? Þetta skiptir máli þegar kemur að aðgengi þínu að störfum, færniþróun, samskiptum, þjónustu og framtíðarhorfum.


Tilhneiging er til aukins félagslegs og fjárhagslegs mismunar, bæði innan norrænu landanna og milli þeirra. Þetta veldur því að munur er á aðstæðum í norrænum borgum, byggðalögum og svæðum til þess að takast á við miklar breytingar, svo sem fyrirtækjalokunum - og faraldra. 

 

Mikilvægt að læra af kreppunni

Sum svæði á Norðurlöndum munu jafna sig fljótt eftir covid-19-kreppuna en annars staðar verður erfiðara að græða sárin sem myndast hafa í hallarekstri, atvinnuleysi og minnkuðum skattatekjum.

Þess vegna vegur þungt í nýrri samstarfsáætlun Norrænu ráðherrefndarinnar um byggðaþróun að byggja upp félagslega og umhverfislega sjálfbær svæði og auka þannig viðnámsþol þeirra gagnvart kreppum.

Þrjú stefnumarkandi áherslusvið

Hin stefnumörkunarsviðin tvö í samstarfi næstu fjögurra ára eru græn og felast í inngildandi skipulagi og byggðaþróun.

Þarna mun samstarf á sviði byggðamála gegna mikilvægu hlutverki til þess að framtíðarsýninni um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi verði náð.

Græn umskipti, einnig í dreifbýli

Framtíðarsýnin sem forsætisráðherrarnir samþykktu haustið 2019 birtist nú í framkvæmdaáætlunum og endurspeglast í nýjum samstarfsáætlum á öllum málefnasviðum.

„Allur almenningur á að eiga þess kost að taka þátt í umbreytingunni óháð því hvort fólk er búsett í dreifðum byggðum eða stórborgum. Við verðum að þróa áfram stefnumörkun sem byggir á svæðisbundnum ávinningi og aðlögunarhæfni byggðarlaga,“ segir Linda Hofstad Helleland, ráðherra byggðamála og stafrænnar þróunar í Noregi.

    Þéttar borgir og aukin þekking á landsbyggðinni

    Grænt og inngildandi skipulag snýst um að byggja þéttar borgir þar sem er stutt milli heimila, þjónustu og vinnustaða. Markmiðið er að draga úr loftslagsáhrifum og félagslegum aðskilnaði.

    Græn og inngildandi byggðaþróun snýst meðal annars um framboð þekkingar í dreifbýli.

    Til þess að skapa góð skilyrði fyrir sjálfbær fyrirtæki, meðal annars á sviði fiskeldis, jarðefnavinnslu, hringrásarhagkerfis, orku og lífhagkerfis, þarf að hæft starfsfólk að vera til staðar á landsbyggðinni.

      Snjöll sérhæfing

      Það kallar aftur á umhverfisvænar samgöngur, aðlaðandi íbúðir og stafræna tækni. Annars er hætt við að grænu umskiptin komi enn frekar niður á landsbyggðinni.

      „Græn umskipti bjóða viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki, meðal annars á sviði hringrásarhagkerfis, orkudreifingar og lífhagkerfis á Norðurlöndum. Með hjálp snjallrar sérhæfingar og svæðisbundinnar forystu getum við eflt samstarf norrænna klasa og nýsköpunarvistkerfa til að skapa grænni og samkeppnishæfari Norðurlönd,“ segir Mika Lintilä, viðskipta- og iðnaðarráðherra í Finnlandi og verðandi formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðastefnu árið 2021.

      Rannsóknarmiðstöðin Nordregio

      Samstarfinu á sviði byggðamála er ætlað að stuðla að því að til verði ný þekking sem byggja má á stefnu í öllum löndunum, svæðunum og sveitarfélögunum.

      Mikill hluti vinnunnar við að þróa þekkingu varðandi byggðaþróun fer fram í norrænu rannsóknarmiðstöðinni Nordregio og í þremur þemahópum sem hver ber ábyrgð á einu forgangsmálefnanna.

        Hér eru nokkrar þeirra skýrslna sem gerðar hafa verið nýverið á hinum pólitísku forgangssviðum.