Varðhundur og mikilvægur samstarfsaðili

06.10.21 | Fréttir
Demonstrasjon utenfor Folketinget
Ljósmyndari
Tobias Grut / norden.org
Margir stjórnmálamenn á Norðurlöndum mæta til vinnu á hverjum degi með það markmið að stuðla að sjálfbærniumskiptum, en allir njóta góðs af því að miðla þekkingu, fá uppbyggilega gagnrýni og faglega ráðgjöf. Þess vegna hefur Norræna ráðherranefndin komið á fót samstarfsneti borgaralegra samtaka sem samanstendur af 40 samtökum. Viðfangsefni samstarfsnetsins er að hafa áhrif á starf Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi Framtíðarsýn okkar 2030.

Það er Norrænu ráðherranefndinni mikilvægt að raddir hins borgaralega samfélags fái að heyrast til að tryggja að vinna okkar að Framtíðarsýn 2030 sé gagnsæ, viðeigandi og árangursrík.

Vinna samstarfsnetsins hófst í september og fundinn sátu Thomas Blomqvist, norrænn samstarfsráðherra Finnlands, og Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

„Norræna ráðherranefndin vill efla rödd hins borgaralega samfélags og auka þátttöku þess í norrænu samstarfi með því að koma á norrænu samstarfsneti borgaralegra samtaka. Það er mikilvægt að rödd borgaralega samfélagsins heyrist og að það taki virkan þátt, og að stjórnmálamenn leyfi hugmyndum þess að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru teknar í norrænu samstarfi,“ segir Paula Lehtomäki.

Það er mikilvægt að rödd borgaralega samfélagsins heyrist og að það taki virkan þátt, og að stjórnmálamenn leyfi hugmyndum þess að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru teknar í norrænu samstarfi

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Sænsku samtökin Global Utmaning hafa tekið að sér að hafa umsjón með norrænu samstarfsneti borgaralegra samtaka. Global Utmaning er óháð hugveita sem vinnur að sjálfbærri þróun með félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í huga. Meðlimir samstarfsnetsins munu sjálfir ákveða í haust hvernig samstarfi verður háttað milli þeirra annars vegar og milli þeirra og Norrænu ráðherranefndarinnar hins vegar.

Samstarfsnet borgaralegra samtaka felur í sér einstakt tækifæri til að skapa ný tengsl innan og milli norrænu landanna og gefa borgarasamfélaginu skýrara hlutverk í vinnunni að því að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Markmið okkar er að samstarfsnetið verði að óháðum samtökum norrænna stofnana og samtaka sem ígrunda og veita vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar aðhald og innblástur. Með því að hvetja til gagnlegrar þróunar munu meðlimir samstarfsnetsins einnig undirbúa jarðveginn fyrir verkefni framtíðarinnar og samstarf sem eflir sjálfbærniumskipti á Norðurlöndum,“ segir Joel Ahlgren, verkefnisstjóri samstarfsnets borgaralegra samtaka hjá Global Utmaning.

Markmið okkar er að samstarfsnetið verði að óháðum samtökum norrænna stofnana og samtaka sem ígrunda og veita vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar aðhald og innblástur.

Joel Ahlgren, Global Utmaning

Meðlimir norræns samstarfsnets borgaralegra samtaka

Danmörk
 • Lucas Skræddergaard, Dansk Ungdoms Fællesråd (DUF)
 • Marte Mathisen, Rådet for sund mad
 • Rikke Lønne, BL Danmarks Almene Boliger/NBO Housing Nordic
 • Ole Meldgaard, Østersø NGO Netværk, Danmörku
 • Andreas Nielsen, LGBT+ Danmark
 • Troels Dam Christensen, 92-gruppen – Forum for Bæredygtig Udvikling
Finnland
 • Aija Kaski, Håll Skärgården Ren – Pidä Saaristo Siistinä rf
 • Christell Åström, Maa- ja kotitalousnaisten Keskus
 • Maria Helsing-Johansson, Finlands social och hälsa rf (SOSTE)
 • Riitta Kangas, Finlands biblioteksförening
Grænland
 • Pernille Thorup, Sustainable Now
Ísland
 • Jónas Guðmundsson, Almannaheill – samtök þriðja geirans
 • Sigurdur Hannesson, Samtök iðnaðarins
 • Tinna Hallgrímsdóttir, Ungir umhverfissinnar (UU)
 • Tinna Isebarn, Landssamband ungmennafélaga (LUF)
Noregur
 • Ingvild Østli, Unge funksjonshemmede
 • Honoratte Muhanzi, Velferdsalliansen EAPN Norway
 • Joakim Gulliksen, Norges Naturvernforbund
 • Lillian Bredal Eriksen, Forum for utvikling og miljø (ForUM)
 • Vibeke Koehler, Bærekraftige liv
Svíþjóð
 • Annika Nyström, Internationella Kvinnoförbundet (IKF)
 • Elisabeth Rytterström, Svenskt Friluftsliv/Network of Outdoor Organisations in the Nordic countries (NON)
 • Hanna Stenström, Sveriges Kvinnolobby
 • Iman Djelloul, Sveriges ungdomsorganisationer (LSU)
 • Joel Ahlgren, Tankesmedjan Global Utmaning
 • Mattias Axell, Föreningen för Digitala Fri- och Rättigheter (:DFRI)
Álandseyjar
 • Björn Kalm, Ålands Näringsliv r.f.
 • Dan Sundqvist, Finlands Röda Kors Ålands distrikt
Norðurlönd
 • Carin Hallerström, NFU Nordic Financial Unions
 • Christer Holmlund, Nordiska Lärarorganisationers samråd (NLS)
 • Hannes Björn Hafsteinsson, Norræna félagið / Foreningen Norden Island
 • Inese Podgaiska, Association of Nordic Engineers (ANE)
 • Josefin Carlring, Norden – svensk förening för nordiskt samarbete
 • Kristin Madsen, Förbundet Nordisk Vuxenupplysning (FNV)
 • Lena Höglund, Pohjola-Nordens Ungdomsförbund
 • Magnus Gissler, Nordens Fackliga Samorganisation (NFS)
 • Mikkel Odgaard, Nordisk Journalistcenter
 • Peter Göranson, NORDTEK
 • Ragnhild Elisabeth Waagaard, Verdensnaturfonden (WWF)
 • Tonje Margrete Winsnes Johansen, Sámiráđđi – Samerådet – Saami Council

Víðtækt samstarf

Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á samstarfsnet borgaralegra samtaka endurspegli eins mörg svið og mögulegt er.

„Samstarf er styrkleikamerki. Verkfræðisamtök á Norðurlöndum hafa lengi kallað eftir samstarfsneti borgaralegra samtaka fyrir tilstilli Norrænu ráðherranefndarinnar. Við lítum á samstarfsnetið sem mikilvægan vettvang þar sem hægt er að miðla þekkingu, hafa áhrif á ákvarðanatöku í stjórnmálum og þróa nýjar hugmyndir. Verkfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í vinnu Norðurlanda að því að ná heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun og uppfylla hina metnaðarfullu Framtíðarsýn okkar 2030. Við vitum að bestu lausnirnar verða til í samvinnu innan norræns samstarfs,“ segir Inese Podgaiska, framkvæmdastjóri Samtaka verkfræðinga á Norðurlöndum.

Samtökin eru úr öllum hlutum samfélagsins en meginþemað eru viðfangsefni sem snúa að grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum samfélögum.

Reynsla okkar er sú að bestu og traustustu lausnirnar verða til með samstarfi mismunandi hagsmunahópa og samtaka

Andreas Nielsen, yfirstjórnmálaráðgjafi hjá LGBT+ Danmark

„Á Norðurlöndum er hefð fyrir uppbyggilegu samstarfi milli hins borgaralega samfélags og ríkisstjórna. Þess vegna erum við hjá LGBT+ Danmark virkilega ánægð að sjá Norrænu ráðherranefndina styrkja þessa norrænu hefð. Reynsla okkar er sú að bestu og traustustu lausnirnar verða til með samstarfi mismunandi hagsmunahópa og samtaka. Það gleður okkur að hafa verið með í ráðum og erum stolt af því að fá að vera fulltrúar LGBT+ fólks í samstarfsnetinu og samstarfinu við Norrænu ráðherranefndina,“ segir Andreas Nielsen, yfirstjórnmálaráðgjafi hjá LGBT+ Danmark.

Bland de nordiska länderna har civilsamhället spelat en historisk viktig roll i att stödja demokratiutveckling, folkbildning och regional samverkan. Norden står nu inför nya utmaningar och civilsamhället har en fortsatt viktig roll att fylla. I strategin för att Norden ska bli världens mest hållbara och integrerade region har de Nordiska samarbetsministrarna etablerat ett nordiskt civilsamhällsnätverk med 40 representanter från de nordiska länderna.