Varnarmál á dagskrá fundar Norðurlandaráðs með Eystrasaltsríkjunum og Benelúx

21.05.21 | Fréttir
Annette Lind, vicepresident för Nordiska rådet 2021 på digitalt möte med Baltiska församlingen och Benelux-parlamentet..

Annette Lind, vicepresident för Nordiska rådet 2021.

Ljósmyndari
Norden.org

Annette Lind, varaforseti Norðurlandaráðs, flutti erindi um netöryggi.

Norðurlandaráð, Eystrasaltsríkjaráðið og Benelúxþingið héldu fund um samstarf á sviði varnar- og öryggismála á föstudaginn. Á fundinum var meðal annars rætt um hvernig löndin væru búin undir að takast á við netógnir og ótrygga stöðu öryggismála. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír aðilar ræða varnar- og öryggismál á sameiginlegum fundi.

Eystrasaltsríkjaráðið, þ.e. þingsamstarf Eistlands, Lettlands og Litháen, bauð Norðurlandaráði og Benelúxþinginu til þessa stafræna fundar.

Sendinefnd Norðurlandaráðs var undir stjórn Bertel Haarder, forseta ráðsins, og Annette Lind, varaforseta, en þau eru bæði frá Danmörku. Bertel Haarder lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs á tímum þegar spenna fer vaxandi í öryggismálum og fjöldi einræðisríkja hefur gerst sekur um netárásir.

„Marghliða samstarfi og reglum sem alþjóðasamstarf byggir á er ógnað. Besta leiðin til að takast á við ógnina er að auka alþjóðlegt samstarf. Norðurlöndin eru gott dæmi. Við erum með gott samstarf um varnar- og öryggismál þrátt fyrir að löndin hafi farið svolítið mismunandi leiðir í öryggismálum. Engum stafar ógn af samstarfi okkar þvert á móti eykur það stöðugleika. Ég held að það sama megi segja um varnarsamstarf Eystrasaltsríkja og samstarfið milli Benelúxlandanna og ef út í það er farið einnig samstarfið milli svæðanna okkar þriggja,“ sagði Bertel Haarder.

Netmálefni í miklum forgangi

Annette Lind lagði áherslu á fjölþættar ógnir og netógnir og vísaði meðal annars til stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá 2019 þar sem bent er á að netógnir séu mikilvægt samstarfssvið.

„Vinnan gegn fjölþættum ógnum og netógnum er mikið forgangsmálefni í Norðurlandaráði. Í stefnu okkar um samfélagsöryggi hvetjum við meðal annars norrænu ríkisstjórnirnar til þess að efla samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja um netöryggi. Við verðum þessa daga vitni að öflugum netárásum sem beinast gegn lýðræðinu. Norræn grunngildi, svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru undir miklum þrýstingi og við verðum að gera allt sem við getum til þess að vinna þessa orustu,“ sagi Annette Lind sem er talsmaður netöryggismála í danska jafnaðarmannaflokknum.

Einnig áhersla á netógnir á þemaþinginu

Danmörk fer með formennsku í Norðurlandaráði og eru fjölþættar ógnir og netógnir meðal forgangsmálefna í formennskuáætlun Dana. Netógnir verða einnig till um ræðu á þemaþingi ráðsins 28.-30. júní.

Eftirfarandi tóku þátt í fundinum af hálfu Norðurlandaráðs: Danmörk: Bertel Haarder, Annette Lind og Christian Juhl, Svíþjóð: Silvia Modig, Finnland: Jouni Ovaska, Noregur: Michael Tetzschner, Grænland: Sofia Geisler

 

Norðurlandaráð er opinber samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlanda. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Aðilar að Eystrasaltsríkjaráðinu eru þingmenn frá Eystrasaltsríkjunum þremur og þing Benelúx-landanna er skipað fulltrúum frá Belgíu, Niðurlöndum og Lúxembúrg.