Haldið ykkar eigin dag Norðurlanda – heima

23.03.20 | Fréttir
Familie arbejder hjemme
Ljósmyndari
Charlotte de la Fuente / hbl.fi
Það er dagur Norðurlanda. Þess vegna langar okkur að sýna þér svolítið. Okkur langar að sýna þér hversu mikið af bókmenntum, afþreyingu og leiknu efni þú og allir aðrir Norðurlandabúar hafið aðgang að – þvert á landamæri, aldur og smekk. Þið getið haldið ykkar eigin dag Norðurlanda heima hjá ykkur með því að kafa niður í heilan heim kvikmynda, þáttaraða, tónlistar og bókmennta og verða margs vísari um þessi Norðurlönd sem þið eruð hluti af.

Sjónvarpsþættir

Það er ekkert SKAM að horfa á norrænar sjónvarpsþáttaraðir. Hins vegar er það alveg dritkul. Við lærðum það af Sönu og vinum hennar í norsku ungmennaþáttaröðinni árið 2016. Það sem er líka dritkul er að hér er ókeypis aðgangur að norrænum þáttaröðum. Til dæmis í gegnum Nordvision og N12-samstarfið. Horfið á þetta með okkur gegnum tengilinn hér að neðan og haldið ykkar eigin dag Norðurlanda – heima

Bókmenntir

Skáldsaga, leikverk, ljóðabók eða smásagnasafn. Hér er að finna heilan heim af bókmenntum sem flytja þig upp í hæstu hæðir, inn að dýpstu leyndarmálum og út á ystu annes hins norræna anda. Kynnið ykkur handhafa norrænu bókmenntaverðlaunanna og fáið hugmyndir að því hvernig þið getið haldið ykkar eigin dag Norðurlanda – heima.

Barna- og unglingabókmenntir

Norrænar barna- og unglingabókmenntir eru þekktar á Norðurlöndum og um heim allan. Að okkar mati er það ekki að ástæðulausu. Hér getið þú og börnin þín farið í könnunarleiðangur um heim ævintýranna og fengið yfirlit yfir handhafa verðlauna Norðurlandaráðs og metið hvort ykkur finnst að við höfum haft rétt fyrir okkur. Og þið getið fengið hugmyndir að því hvernig þið getið haldið ykkar eigin dag Norðurlanda – heima.

Tónlist

The winner takes is all, syngur Abba. En hver er besta hljómsveit eða besti tónlistarmaður Norðurlanda? Það er erfitt að segja til um það. Hér er að minnsta kosti yfirlit yfir verðlaunahafa Norðurlandaráðs. Og þið hafið aðgang að ókeypis lagalista með norrænni tónlist. Hlustið, dansið og syngið. Og haldið ykkar eigin dag Norðurlanda – heima.

Kvikmyndir

Kvikmyndin Drottningin með dönsku leikkonunni Trine Dyrholm í aðalhlutverki fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra. En hún er ekki eina framúrskarandi myndin sem til er á Norðurlöndum. Það er óravegur frá því. Hér er yfirlit yfir handhafa verðlauna Norðurlandaráðs. Og hugmyndir að því hvaða mynd þið getið horft á til þess að halda upp á ykkar eigin dag Norðurlanda – heima.

LIVE: Menning á Norðurlöndum

Skoðaðu norræna list og menningu á stafrænu sniði. Með LIVE-viðburðum með samtölum við listamenn, tónleikum og sýningum nær menningin til fjöldans. Eða leitaðu í safni af útsendingum þar sem er að finna fjölda spennandi höfundakvölda og viðburða. Hér eru tenglar á viðburði og stafræna upplifun frá nokkrum norrænu menningarstofnananna.

Degi Norðurlanda er fagnað þann dag þegar skrifað var undir Helsingfors-samninginn, hinn 23. mars 1962. Helsingfors-samningurinn er pólitíkskt samkomulag sem rammar inn samstarfið innan Norðurlandaráðs. Dagurinn er fánadagur.