Ökuskírteini á Álandseyjum

Ef þú flytur til að dvelja tímabundið á Álandseyjum getur þú haldið áfram að nota ökuskírteinið frá heimalandi þínu.
Erlend ökuskírteini á Álandseyjum
Þér er leyfilegt að keyra fólksbíl á Álandseyjum með ökuskírteini sem gefið var út í einu af Norðurlöndunum eða öðru landi innan ESB eða EES. Ef ert með fasta búsetu á Álandseyjum getur þú skipt ökuskírteininu þínu út fyrir ökuskírteini frá Álandseyjum ef þú vilt. Skipt er um ökuskírteini hjá lögregluyfirvöldum Álandseyja. Upplýsingar um gjöld fást hjá lögreglunni á Álandseyjum.
Ef þú ert með ökuskírteini frá Færeyjum eða Grænlandi getur þú ekið fólksbíl með því ökuskírteini í eitt ár frá því að þú kemur til Álandseyja. Að einu ári liðnu er ekki hægt að skipta ökuskírteininu út fyrir ökuskírteini frá Álandseyjum heldur þarftu að sækja um álenskt ökuskírteini til að halda áfram að keyra á Álandseyjum. Þá þarftu að fara í bæði bóklegt og verklegt ökupróf. Hafðu samband við lögregluyfirvöld Álandseyja til að fá upplýsingar um hvaða reglur gilda um þig.
Snúðu þér til lögreglunnar á Álandseyjum til að sækja um ökuréttindi, endurnýja ökuskírteini, skipta út ökuskírteini eða breyta flokki ökuréttinda. Erlent ökuskírteini sem gefið var út eftir að þú hófst fasta búsetu á Álandseyjum gilda ekki á Álandseyjum. Hafðu samband við lögreglu til að fá upplýsingar um hvaða reglur gilda um þig.
Sótt um álenskt ökuskírteini
Ef þú þarft að fá nýtt ökuskírteini á Álandseyjum þarftu að fara í ökunám í umferðarskóla eða hjá leiðbeinanda sem hefur til þess réttindi. Snúðu þér til lögreglunnar á Álandseyjum til að sækja um ökuréttindi. Áður en þú byrjar ökunámið þarftu einnig að hafa samband við bifreiðastofu (Fordonsmyndigheten). Fordonsmyndigheten heldur bæði bóklega prófið og verklega prófið.
Nánari upplýsingar:
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.