Ökuskírteini á Grænlandi

Bil i Norge
Hér eru upplýsingar um þau ökuskírteini sem tekin eru gild á Grænlandi, hvernig taka skuli ökupróf og endurnýja ökuskírteini á Grænlandi og hvernig hægt er að skipta erlendu ökuskírteini út fyrir grænlenskt.

Til þess að mega aka bifreið, vörubíl, rútu, skellinöðru eða bifhjóli í Danmörk þarf að hafa gilt ökuskírteini. Til að mega aka bíl, vörubíl eða rútu á Grænlandi þarft þú að hafa gilt ökuskírteini. Notkun hjálma er lögbundin við akstur á skellinöðrum og vélsleðum.

Hvernig ökuskírteini eru á Grænlandi?

Ökuskírteini á Grænlandi skiptast í þrjá flokka:

  • B-flokkur – venjulegar bifreiðar
  • C-flokkur – vörubílar
  • D-flokkur – stórir fólksbílar

Ekki er leyfilegt að aka á mótorhjóli á Grænlandi. Öllum átján ára og eldri er frjálst að aka um á skellinöðrum án þess að hafa tekið ökupróf.

Þarftu ökuskírteini til að aka vélsleða?

Þú þarft ekki ökuskírteini til að aka vélsleða á Grænlandi. Til þess þarftu þó að hafa náð 18 ára aldri. Það gildir einnig um svokallaða „barnavélsleða“.

Notkun hjálma er lögbundin við akstur vélsleða.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að taka ökupróf á Grænlandi?

Hafir þú ekki tekið ökupróf fyrr, eða viljir þú bæta nýjum flokki við ökuskírteini þitt, þarftu að ljúka ökunámi fyrir þann ökuskírteinisflokk sem þú kýst hjá viðurkenndum ökukennara. Til að geta gert það þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera 18 ára eða eldri
  • Vera heilsuhraust/ur og hafa heilbrigðisvottorð frá lækni
  • Ekki vera háð/ur áfengi, vímuefnum eða öðrum efnum sem hafa áhrif á meðvitundina
  • Standast bæði bóklegt og verklegt ökupróf

Hve lengi gildir grænlenskt ökuskírteini?

Grænlenskt ökuskírteini gildir frá útgáfudegi og þangað til þú verður 70 ára. Þegar þú nærð 70 ára aldri þarftu að fara til læknis sem metur hvort þú getir haldið áfram að aka bíl.

Eftir 70 ára aldur gildir ökuskírteinið í skemmri tímabil í senn:

  • Við 70 ára aldur geturðu fengið nýtt ökuskírteini til fjögurra ára
  • Við 71 árs aldur geturðu fengið nýtt ökuskírteini til þriggja ára
  • Milli 72 og 79 ára geturðu fengið nýtt ökuskírteini til tveggja ára
  • Sért þú 80 ára eða eldri þarftu að láta endurnýja ökuskírteinið árleg

Þú þarft að framvísa heilbrigðisvottorði í hvert sinn sem þú vilt láta endurnýja ökuskírteinið.

Sjúkdómar

Sért þú með sjúkdóm á borð við flogaveiki eða sykursýki, sem veldur því að ökuskírteini þitt gildir aðeins í takmarkaðan tíma í senn, þarftu að láta endurnýja það áður en það rennur út. Til að láta endurnýja ökuskírteinið skaltu leita til lögreglustöðvar í þinni heimabyggð. Þú þarft að hafa meðferðis:

  • Nýtt heilbrigðisvottorð frá lækninum þínum
  • Mynd sem læknirinn þinn hefur stimplað
  • Gamla ökuskírteinið

Getur þú notað grænlenska ökuskírteinið þitt í Danmörku?

Þú getur notað grænlenska ökuskírteinið þitt á ferðalögum í Danmörku. Flytjir þú til Danmerkur er grænlenska ökuskírteinið gilt í 180 daga eftir flutningana. Eftir það þarftu að framvísa dönsku ökuskírteini. Til að skipta grænlenska skírteininu út fyrir danskt þarftu að þreyta ökupróf eða fara í tvo ökutíma hjá dönskum ökukennara.

Grænlenskt ökuskírteini á Norðurlöndum

Flytjir þú til annars norræns lands með grænlenskt ökuskírteini þarftu að sækja um að fá því skipt út í nýja landinu. Löndin geta haft mismunandi reglur um hvernig á að skipta grænlensku ökuskírteini út fyrir skírteini gefið út af viðkomandi landi.

Alþjóðlegt ökuskírteini

Dveljir þú utan ESB/EES-ríkja í lengri tíma þarft þú að hafa alþjóðlegt ökuskírteini. Hafir þú tekið grænlenskt ökupróf getur þú ekki fengið alþjóðlegt ökuskírteini út á það. Þú getur hins vegar fengið alþjóðlegt ökuskírteini út á danskt ökupróf. Til þess að fá alþjóðlegt ökuskírteini þarftu að hafa samband við lögregluna og framvísa:

  • danska ökuskírteininu þínu
  • passamynd
  • og 25 dönskum krónum

Getur þú notað erlent ökuskírteini á Grænlandi?

Flytjir þú til Grænlands þarftu að hafa grænlenskt ökuskírteini. Hafir þú ökuskírteini frá Danmörku, öðru norrænu landi eða ESB-landi getur þú fengið grænlenskt ökuskírteini umsvifalaust á lögreglustöðinni í þinni heimabyggð. Þú þarft að hafa meðferðis:

  • Ökuskírteinið þitt
  • Hentuga mynd af þér
  • Útfyllt umsóknareyðublað

Það kostar 200 danskar krónur að fá grænlenskt ökuskírteini.

Sé ökuskírteinið þitt útgefið af landi utan Evrópusambandsins er hugsanlegt að þú þurfir að framvísa læknisvottorði og þreyta ökupróf til að geta fengið grænlenskt ökuskírteini. Lögreglustöðin á þínu búsetusvæði veitir nánari upplýsingar.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna