Tollareglur á Álandseyjum

Bro i Bomarsund
Photographer
JOhannes Jansson / norden.org
Í þessum hluta eru upplýsingar um þær tollareglur sem gilda um búslóðaflutninga til Álandseyja frá öðru norrænu landi, frá landi innan ESB og frá löndum utan ESB, auk reglna um skatt við innflutning og útflutning.

Samkvæmt aðildarsamningi Finnlands við ESB frá árinu 1995 tilheyrir sjálfstjórnarsvæðið Álandseyjar hvorki virðisaukaskatts- né vörugjaldasvæði Evrópusambandsins. Hins vegar eru Álandseyjar líkt og aðrir hlutar Finnlands hluti af sameiginlegu tollsvæði og tollabandalagi ESB.

Tollareglur Álandseyja eru líkar þeim sem gilda í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni um tollareglur í Finnlandi.

Áður en þú flytur til Álandseyja getur þú haft samband við tollyfirvöld á Álandseyjum til að fá send eyðublöð fyrir búslóðarflutning. Fylltu þau út fyrir fram og afhentu á tollskrifstofunni í höfninni við komu til Álandseyja.

Reglur um skatta við innflutning og útflutning

Í eftirfarandi texta er fjallað um hvaða áhrif það hefur að Álandseyjar eru ekki hluti af virðisaukaskatts- eða vörugjaldasvæði Evrópusambandsins.

Skattaleg landamæri milli sjálfstjórnarsvæðisins Álandseyja og annarra hluta Finnlands, sem og milli Álandseyja og annarra landa innan ESB, hafa það í för með sér að um sölu og afhendingu vara milli skattasvæðis ESB og Álandseyja gilda sömu útflutningsreglur og eins og um viðskipti við þriðja land væri að ræða. Við innflutning til Álandseyja frá öðrum hlutum Finnlands, öðru aðildarríki ESB eða ríkis utan ESB, sem og innflutning til annarra hluta Finnlands frá Álandseyjum, gilda ákvæði laga um virðisaukaskatt og undanþáguákvæði Álandseyja um innflutning vara. Einfaldað ferli getur gilt um viðskipti milli Álandseyja og Finnlands. Einnig hafa skattaleg landamæri Álandseyja það í för með sér að sala um borð í skipum og flugvélum til og frá eyjunum er skattfrjáls.

Nánari upplýsingar:

Hér eru gefnar upplýsingar um það helsta sem hafa þarf í huga þegar flutt er til Álandseyja:

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um tollareglur á Álandseyjum geturðu haft samband við tollyfirvöld.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna