Tollareglur í Finnlandi

Tullisäännöt Suomessa
Hér er sagt frá reglum sem gilda um flutninga á búslóð og ýmiss konar innflutning til Finnlands.

Búslóðaflutningar frá öðru ESB-landi

Þegar flutt er til Finnlands innan tolla- og skattasvæðis Evrópusambandsins þarf ekki að gera grein fyrir því við finnsk tollayfirvöld. Nánari upplýsingar veita finnsk tollayfirvöld.

Búslóðaflutningar frá landi utan ESB

Þegar flutt er til Finnlands frá landi utan tollasvæðis ESB þarf að gera grein fyrir búslóðinni við tollayfirvöld.

Hafi viðkomandi búið utan Evrópusambandsins í minnst 12 mánuði samfleytt og haft búslóðina hjá sér í minnst 6 mánuði er yfirleitt leyfilegt að flytja búslóðina til Finnlands án þess að greiða toll eða virðisaukaskatt.

Nánari upplýsingar veita finnsk tollayfirvöld.

Ökutæki

Sé ökutæki flutt til Finnlands innan tolla- og skattasvæðis ESB þarf ekki að gera grein fyrir því í tollinum. Sé ökutæki flutt til Finnlands frá landi utan ESB þarf að gera grein fyrir því í tollinum við komuna til landsins. Nánari upplýsingar veita finnsk tollayfirvöld.

Finnska skattstofan hefur umsjón með ökutækjaskatti og veitir ráðgjöf þar að lútandi.

Sérstakar reglur um innflutning á tilteknum vörum

Hvar fæ ég nánari upplýsingar? 

Hafið samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna