Aðlögun á Norðurlöndum - Hvað getum við lært hvert af öðru?

21.09.18 | Fréttir
Plantekasser i gårdene Mjølnerparken
Photographer
norden.org/Ane Cecilie Blichfeldt
Norræna ráðherranefndin býður til norrænnar ráðstefnu um aðlögun 20. nóvember. Hittið aðila bæði frá Norðurlöndum og annars staðar frá og lærið meira um það hvernig við stöndum best að góðri aðlögun næstu árin.

Ráðstefnan er áfangi í þriggja ára áætlun um aðlögun flóttafólks og innflytjenda á Norðurlöndum í umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar. Þessari áætlun hefur Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, fylgt fast eftir frá upphafi.

„Við sjáum oft svart-hvíta og ónákvæma umræðu um aðlögun í fjölmiðlum. Norðurlöndin byggja öll á sama velferðarlíkaninu en stefnumótun þeirra og aðgerðir varðandi aðlögun eru mismunandi. Þess vegna er áhugavert að skiptast á reynslu og læra hvert af öðru,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Á ráðstefnunni verður skoðað hvers vegna norrænu ríkin hafa valið mismunandi leiðir í stefnumótun sinni varðandi aðlögun flóttafólks og innflytjenda. Getum við lært hvert af öðru? Hvað segja rannsóknir um hvað reynist vel til þess að aðlaga flóttafólk og innflytjendur bæði vinnumarkaði og samfélaginu?

Hvað verður á dagskrá?

  • Hverjar eru helstu pólitísku áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til þess að aðlögunin verði góð? Hvar viljum við vera eftir tíu ár?  Hverjar eru mikilvægustu ráðstafanir og aðgerðir til þess að ná þangað.
  • Hvað segja rannsóknir og þekking byggð á reynslu um það hvaða ráðstafanir og stefnumörkun varðandi menntun og þátttöku á vinnumarkaði gefa besta raun til þess að fá flóttafók sem fyrst í trausta vinnu og virkja nærsamfélagið í aðlögun flóttafólks og innflytjenda? Hvernig fáum við þau sem eru lengst frá vinnumarkaðinum í vinnu?
  • Ráða Norðurlöndin við að viðhalda traustu velferðarríkí í margbreytilegra samfélagi? Þurfum við á sameiginlegum gildum og viðmiðum að halda til þess að viðhalda samstarfsorkunni í norrænu samfélögunum?
  • Búum við yfir þeim gögnum og tölum sem nauðsynlegt er til þess að móta góða aðlögunarstefnu í norrænu ríkjunum? Kynning á niðurstöðum verkefnisins „Nordic comparative measures on migration and integration“ - nýjar norrænar talnaupplýsingar á sviði aðlögunar.  

Dagskráin verður birt fljótlega.

Hér er hægt að skrá sig

Contact information