Aukin spenna gerir Norðurlönd áhugaverðari fyrir NATO

03.11.21 | Fréttir
Jens Stoltenberg och Bertel Haarder
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg
Norðurlandasvæðið hefur hernaðarlegt mikilvægi fyrir Atlantshafsbandalagið, sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, í ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs á miðvikudag. Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs, sagði heimsóknina sögulega: Þetta er í fyrsta sinn sem æðsti yfirmaður Atlantshafsbandalagsins ávarpar norrænu þingmennina.

Norðurlönd eru Atlantshafsbandalaginu mikilvæg þar sem löndin eru bæði meðlimir þess og nánar samstarfsþjóðir, en þó ekki síður vegna þess að Norðurlöndin eiga landamæri að Eystrasaltsríkjunum, þar sem spenna og hervæðing hafa farið vaxtandi á undanförnum árum, sagði framkvæmdastjórinn Jens Stoltenberg.

„Við höfum séð töluverða aukningu á hervæðingu Rússlands í Eystrasalti með innleiðingu nýrra og nútímalegra vopnakerfa,“ sagði Stoltenberg. Hann bætti því við að Rússland hafi komið nýjum kafbátum og eldflaugakerfum fyrir á norðurskautssvæðunum og haldi fleiri æfingar á þeim en í mörg ár á undan.

„Norðurlöndin eru auk þess ómissandi fyrir tenginguna yfir Norður-Atlantshafið, til tengingin milli Norður-Ameríku og Evrópu verði tryggð á stríðs- eða hættutímum. Allt þetta gerir Norðurlönd mikilvæg fyrir Atlantshafsbandalagið.“

Við höfum séð töluverða aukningu á hervæðingu Rússlands í Eystrasalti með innleiðingu nýrra og nútímalegra vopnakerfa

Jens Stoltenberg

Dyr Atlantshafsbandalagsins standa Finnlandi og Svíþjóð opnar

Í umræðunni á þinginu benti Stoltenberg á að dyr Atlantshafsbandalagsins standi Finnlandi og Svíþjóð opnar, en að hann muni ekki gefa forsætisráðherrum Svíþjóðar eða Finnlands heilræði varðandi aðild. Stoltenberg er engu að síður jákvæður gagnvart nánara samstarfi Norðurlanda um varnarmál og leggur áherslu á að samstarf norrænu landanna hafi einnig í för með sér styrkingu á sambandi Atlantshafsbandalagsins og náinna samstarfsþjóða þess.

Hann ræddi niðurstöður nýlegrar skoðanakönnunar, sem sýna að stór hluti Norðurlandabúa vill aukið samstarf um varnarmál milli landanna.

„Það er mjög gott. Löndin okkar eru smá og það er mikilvægt að við vinnum saman og nýtum hernaðarlega getu okkar enn betur. Þegar við getum æft þvert á landamæri fáum við æfingasvæði sem er nánast einstakt í Evrópu,“ sagði hann.

Norden som region är strategiskt viktig för NATO, menar militäralliansens generalsekreterare Jens Stoltenberg, som just besökt Nordisk Råds session 2021.