Hafna félagslegum undirboðum í siglingum

01.11.18 | Fréttir
Ruth Mari Grung taler fra Stortingets talerstol under Nordisk råds sesjon 2018
Ljósmyndari
Johannes Jansson

Flokkahópur jafnaðarmanna kynnti þingmannatillöguna sem nefndin stendur einhuga að baki.

Ástæðan fyrir því að flokkahópur jafnaðarmanna hefur áhyggjur af þessu málefni er tillaga nefndar sem ríkisstjórn Noregs hefur skipað. Sú nefnd leggur til að útgerðarfélaginu Colour Line verði heimilt að skrá sig á alþjóðlegu norsku skipaskrána (NIS). Það hefur í för með sér að útgerðarfélagið getur ráðið erlenda sjómenn á lægri launum en greiða þarf sjómönnum sem ráðnir eru á norskum kjörum. Við þetta geta 700 norskir sjómenn misst vinnuna. Ruth Mari Grung frá Noregi lagði þingmannatillöguna fram fyrir hönd flokkahóps jafnarðarmanna. 

„Góð starfskjör og félagslegt öryggi hefur skipt sköpum fyrir samkeppnishæfni okkar á Norðurlöndum. Jafnmikilvægar eru sameiginlegar leikreglur og sanngjörn samkeppni jafnréttisgrundvelli. Þetta á einnig við um siglingar og skipaútgerðir. Hreyfanleiki er góður en það má ekki misnota hann þannig að skipaútgerðir geti ráðið sjómenn frá löndum þar sem laun eru lægri og starfskjör verri og einnig hefur sýnt sig að vera vandkvæðum bundið að hafa eftirlit með,“ sagði Ruth Mari Grung þegar hún lagði fram tillöguna.

Hreyfanleiki er góður en það má ekki misnota hann þannig að skipaútgerðir geti ráðið sjómenn frá löndum þar sem laun eru lægri og starfskjör verri.

Ruth Mari Grung, flokkahópi jafnaðarmanna

Afleiðingar á Norðurlöndum

Danska útgerðarfyrirtækið DFDS hefur lýst því yfir að þar verði hugleitt að flytja skráningu flotans undir hentifána ef Color Line verði heimilt að að vera skráð á alþjóðlegu norsku skipaskrána. Fulltrúar DFDS hafa bent á það í norskum miðlum að skráning Colour Line undir hentifána muni veita samkeppnisforskot sem DFDS geti aðeins mætt með því að fara sömu leið. Þar með eiga mörg þúsund norrænir sjómenn á hættu að missa vinnuna. Þá hefur norska útgerðarfélagið Fjordline lýst því yfir að skráning undir hentifána myndi hafa áhrif á samkeppnisstöðu þess.

Norðurlandaráð mælir með því við Norrænu ráðherranefndina að hún vinni afdráttarlaust gegn tillögum sem leiða til félagslegra undirboða og styðji við regluverkið sem verndar norræna líkanið um laun og starfskjör.

Samþykkt Norðurlandaráðs

Byrjað á vitlausum enda

„Sameiginlegar leikreglur skipta máli ef samkeppnin á að vera sanngjörn og forsendurnar góðar, sagði Cecilie Tenfjord-Toftby frá Svíþjóð og fulltrúi í flokkahópi hægrimanna  í ræðu sinni. Samt sem áður telur flokkahópur hægrimanna að byrjað sé á vitlausum enda í tillögunni. Þau sakna skýrrar og sameiginlegrar skilgreiningar á því hvað felst í raun í félagslegum undirboðum.

„Okkur finnst tillagan í grundvallaratriðum góð en að byrjað sé á vitlausum enda. Ef leikreglurnar eiga að vera sameiginlegar og samkeppnisstaðan milli norrænu ríkjanna góð þá verða leikreglurnar að byggja á sameiginlegri skilgreiningu,“ sagði Cecilie Tenfjord-Toftby einnig i ræðu sinni í umræðum um tillöguna.

Ef leikreglurnar eiga að vera sameiginlegar og samkeppnisstaðan milli norrænu ríkjanna góð þá verða leikreglurnar að byggja á sameiginlegri skilgreiningu.

Cecilie Tenfjord-Toftby, flokkahópi hægrimanna

Flokkahópur hægrimanna sat hjá þegar tillagan var borin upp til atkvæða. Þar með var tillagan samþykkt með 52 atkvæðum og 14 sem sátu hjá. Tillagan fékk engin mótatkvæði.