Mariehamn á Álandseyjum hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2022

01.11.22 | Fréttir
alt=""
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg, norden.org
Mariehamn á Álandseyjum hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2022 í kvöld

Á landsvæðinu Nabben hefur bærinn Mariehamn skapað votlendisgarð í nágrenni við bæinn og í tengslum við strandsjó þar sem vatnsgæði eru lítil. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

 

Rökstuðningur dómnefndar: „Handhafi verðlaunanna í ár býður fjölhæfar lausnir til að hreinsa vatnsumhverfi og hefur jákvæð áhrif á plöntu- og dýralíf. Að auki stuðlar verkefnið að því að greiða fyrir loftslagsaðlögun í borgarumhverfi. Með nálægð sinni við dýralíf og náttúru, auk fræðslustarfs, stuðlar verðlaunahafi ársins að bættri félagslegri vellíðan fólks og eflir um leið þekkingu þess á og meðvitund um náttúruna.

 

Fulltrúar Mariehamn tóku við verðlaununum í Musikhuset í Helsinki á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs.  Alls voru sex tilnefnd til verðlaunanna. Álandseyjar hlutu seinast umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 1999.

Mariehamns stad på Åland tilldelades har vunnit Nordiska rådets miljöpris för insatsen Nabbens våtmark. Hör här vinnartalet av Ulf Simolin och Johanna Hagström. Presentatör var Petri Piirainen, RePacks verkställande direktör och vinnare av Nordiska rådets miljöpris 2017