Norræn samstaða um aukinn viðbúnað á sviði fæðuöryggis og skógvinnslu

19.06.24 | Fréttir
Deklaration MR-FJLS
Ljósmyndari
Frida Hagman / norden.org
Norðurlönd hafa tekið höndum saman um að fyrirbyggja og búa sig undir krísur. Í sameiginlegri yfirlýsingu er kynntur fjöldi sviða þar sem litið er á aukið norrænt samstarf sem grundvöll þess að tryggja fæðuöryggi í löndunum.

Yfirlýsingin var undirrituð af norrænu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrunum á fundi þeirra í Karlstad í Svíþjóð. Yfirlýsingin kemur sem viðbrögð við reynslu síðustu ára af veðuröfgum, heimsfaraldri og stríði í Úkraínu sem dregið hafa í ljós veikleika hvað varðar viðbúnað og viðnámsþrótt samfélaganna. 

“Ég og norrænir kollegar mínir viljum styrkja og dýpka sameiginlegan þekkingargrunn fyrir öflugri Norðurlönd með aukinni viðnámsþrótt innan málefnasviða okkar og aðfangakeðjum. Þess vegna átti ég frumkvæði að þessari sameiginlegu yfirlýsingu sem fær heitið Karlstadsyfirlýsingin,“ segir sænski landsbyggðarráðherrann Peter Kullgren. 

Styrkur okkar liggur í samvinnunni.

Í yfirlýsingunni fjalla ráðherrarnir um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi komandi kynslóða og að það muni leggja miklar kröfur á herðar norræna samstarfsins.

„Við viljum styrkja og dýpka sameiginlegan þekkingargrunn í því skyni að efla Norðurlönd með auknum viðnámsþrótti á málefnasviðum okkar og aðfangakeðjum,“ segir í yfirlýsingunni.

Ráðherrarnir vilja meðal annars að stuðlað séð að skilvirkum aðfangakeðjum; þróa sambandið á milli hins opinbera og einkageirans; vinna að veikleikagreiningu fyrir fiskveiðar og fiskeldi; efla vinnuna innan One Health (sem fjallar um heilbrigði fólks og dýra, fæðu og umhverfi) og samstarfið um viðbúnað á sviði landbúnaðar- og skógræktar sem og að standa vörð um vinnu Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar (NordGen) við líffræðilega innviði. 

Frá Hagasamstarfi til Karlstadsyfirlýsingar

Í Karlstadsyfirlýsingunni er einnig fjallað um þörfina á að samræma framtíðarverkefni og fyrri samstarfsverkefni um viðbúnaðarmál og hún byggir m.a. á Hagayfirlýsingunum tveimur frá 2009 og 2013 og yfirlýsingu norrænu samstarfsráðherranna um samstarf á krísutímum frá 2022. 

„Ég fagna Karlstadsyfirlýsingunni sem er mikilvægt stefnuskjal fyrir starf okkar við eflingu viðbúnaðar og viðnámsþóttar. Hún gengur þvert yfir málefnasvið og löndin og það er einmitt það sem við þurfum. Ég þakka ráðherrunum fyrir að sameinast um þessa yfirlýsingu,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Viðbúnaðarmál eru á döfinni hjá öllum ráðherranefndunum og á öllum málefnasviðum í norræna samstarfinu og það mun endurspeglast í komandi stamstarfsáæltunum sem gefnar verða út á haustdögum 2024.

Hinn 19. júní fór fram norrænn ráðherrafundur í Karlstad á vegum sænsku formennskunnar í Norrænu ráðherranefndinni. Á fundinum var einnig rætt um deilur um svæði, bæði á landi og á hafi, sem öll löndin standa frammi fyrir, matarhreyfinguna Ný norræn matargerð sem í ár fagnar 20 ára starfi og og fram fór mikilvægt samtal um baráttuna gegn matarsóun.