Norræna líkanið hvetjandi fyrir alþjóðlega hagsmunaaðila í New York

26.09.18 | Fréttir
Jeppe Albers, UNGA
Photographer
André Jamholt/norden.org
Það krefst samstarfs og skuldbindinga frá efstu lögum til þeirra neðstu og öfugt að takast á við ofbeldisfullt ofstæki og öfgahyggju að mati embættismanns hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er einmitt það sem Nordic Safe Cities bjóða upp á.

Í þessari viku hefur Jeppe Albers, framkvæmdastjóri Nordic Safe Cities, talað á hliðarviðburði leiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ásamt þungaviktarhagsmunaaðilum alls staðar að úr heiminum sem allir vinna að því að koma í veg fyrir og takast á við ofbeldisfullt ofstæki og hryðjuverk.

„Við fundum fyrir miklum áhuga á norræna líkaninu á þessum viðburði og því hvernig það tryggir stuðning frá ríki og sveitarfélögum sem hvetur til staðbundinna aðgerða félagasamtaka og stofnana svo sem skóla, lögreglu og félagsþjónustu,“ segir Jeppe Albers.

Aðstoðarframkvæmdastjóri Miðstöðvar SÞ gegn hryðjuverkum, Steven Siqueira, tók undir þetta sjónarmið í ræðu sinni á hliðarviðburðinum.

Það krefst samstarfs og skuldbindinga frá efstu lögum til þeirra neðstu og öfugt að takast á við ofbeldisfullt ofstæki og öfgahyggju.

Steven Siqueira, aðstoðarframkvæmdatjóri Miðstöðvar SÞ gegn hryðjuverkum

Norræna forvarnalíkanið

Þátttaka Nordic Safe Cities í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er framlag til þess að að norræna forvarnalíkanið fái alþjóðlega athygli og afla alþjóðlegra samstarfsaðila. Nordic Safe Cities heimsækir líka Miðstöð SÞ gegn hryðjuverkum og lögregluna í New York þessa daga og tekur þátt í lokuðum leiðtogafundum með alþjóðlegum sérfræðingum og samtökum sem vinna gegn hryðjuverkum og takast á við þau. 

„Alþjóðlegir hagsmunaaðilar virðast leggja meiri áherslu á staðbundnar aðgerðir og forvarnastarf en við höfum áður séð. Þeir eru að þróast frá því að leggja eingöngu áherslu á öryggismál,“ segir Catrine Bangum, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Hún er ánægð með að fá tækifæri til þess að kynna norræna forvarnalíkanið og kynnast nýjum leiðum sem farnar eru annars staðar í heiminum.

Með þátttöku í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna höfum við tækifæri til þess að styrkja norræna forvarnalíkanið og miðla margra ára reynslu Norðurlandanna í vinnunni við að tryggja borgir sem eru ekki aðeins öruggar heldur einnig skapandi, án aðgreiningar og sveigjanlegar fyrir alla sem í þeim búa.

Catrine Bangum

40 Nordic cities

The Nordic Safe Cities er liður í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um lýðræði, aðlögun og öryggi (DIS). Samstarfsnetið er vettvangur sem styrkir gagnkvæma miðlun þekkingar, leiðbeininga og aðferða til þess að tryggja öruggar borgar staðbundið, út frá svæðinu og alþjóðlega. 

Meira en 40 norrænar borgar eru aðilar að samstarfsnetinu Nordic Safe Cities og vinna saman að því að byggja upp þekkingu og miðla góðri reynslu af því að tryggja borgir sem eru öruggar, traustar, umburðarlyndar og sveigjanlegar.

Nánari upplýsingar um starf okkar og það hvernig þín borg getur orðið hluti af samstarfsnetinu: 

Contact information