Norrænt-evrópskt málþing um fötlunarmál með áherslu á að virkja notendur

16.11.18 | Fréttir
How can we create a region for all

How can we create a region for all.

Á Norðurlöndum og í Evrópu ríkir einhugur um að fólk með fötlun skuli eiga sömu tækifæri og allt annað fólk og að fólk með fötlun skuli gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum vinnunnar að því markmiði. Þetta var meginniðurstaða lykilfólks á sviði fötlunarmála á málþinginu A Region for All - Cooperation on Disability.

„Styrkja þarf norrænt og evrópskt samstarf á sviði fötlunarmála þannig að aðgengi aukist og fólk með fötlun sé þátttakendur í öllum löndum á öllum stigum, sagði Bente Stein Mathisen, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs á málþinginu Cooperation on Disability hjá fastanefnd Svíþjóðar hjá Evrópusambandinu í Brussel. Á málþinginu kom saman norrænt og evrópskt lykilfólk úr alþjóðlegum pólitískum nefndum, samtökum og stofnunum. Markmiðið var að finna sameiginlegan grunn fyrir norrænt-evrópskt samstarf á sviði fötlunarmála, til dæmis með því að miðla reynslu og þekkingu um bestu starfshætti (best practice) og innleiðingu alþjóðlegra módela. Þegar litið er til fjölgunar eldri borgara á Norðurlöndum og almennt í Evrópu á komandi áratugum er ljóst að þörfin til staðar.      

Styrkja þarf norrænt og evrópskt samstarf á sviði fötlunarmála þannig að aðgengi aukist og fólk með fötlun sé þátttakendur í öllum löndum á stigum.

Bente Stein Mathisen, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Stefnan er í báðar áttir - Norðurlöndin og Evrópa geta lært hvort af öðru

Ljóst var af umræðunum á málþinginu að svið fötlunarmála er víðfeðmt og nær yfir svið svo sem menntun, jafnrétti, starfræna væðingu, hreyfanleika, aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá ríkti einhugur um að bæði Norðurlöndin og Evrópa gætu notið góðs af samstarfi innan svæðisins. Auk þess var rætt um að leggja áherslu á tiltekin svið út frá einkunnarorðunum „minna er meira“ (less is more) og „ekkert um okkur án okkar“ (nothing about us witout us). Málefni sem rætt var um í þessu samhengi voru: Alþjóðleg módel, virkjun notenda og aðgengismál. Allt í tengslum við Dagskrá 2030 og Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks.  

Virkjun notenda á mörgum stigum

Margir aðilar voru á þeirri skoðun að virkjun notenda á mörgum stigum væri lykilatriði ef styrkja ætti málaflokkinn til framtíðar. Norræna samstarfsráðið um málefni fatlaðs fólks er norrænt dæmi um bestu starfshætti en það er skipað embættismönnum sem til helminga eru valdir af samtökum fatlaðs fólks og til helminga af ríkisstjórnunum. Þá er óskað eftir því að framvegis taki fólk með fötlun þátt í vinnunni við að auka aðgengi þegar kemur að kosningaþátttöku og vinnunni við að fjölga fólki með fötlun sem tekur þátt í starfi stjórnmálaflokka og að hagsmunamálum. Markmiðið er að styrkja notendur með fötlun en einnig snýst þetta um lýðræði í stærra samhengi sem er ánægjuefni þingmanns á Evrópu-þinginu, Helgu Stevens:
„Ég er fyrsta heyrnarlausa konan á Evrópuþinginu, og þar eru að öðru leyti afar fáir þingmenn sem búa við einhvers konar fötlun. En ég vona að þetta muni breytast á næsta ári þegar kosið verður til Evrópuþings.

 

Ég er fyrsta heyrnarlausa konan sem tekur sæti á Evrópuþinginu og þar eru að öðru leyti afar fáir þingmenn sem búa við einhvers konar fötlun. En ég vona að þetta muni breytast á næsta ári þegar kosið verður til Evrópuþings.
 

Helga Stevens, Evrópuþinginu

Frá vinstri: Helga Stevens Evrópuþinginu, Steinunn Þóra Árnadóttir Norðurlandaráði og Bente Stein Mathisen formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs  

Málefni fatlaðs fólks standa fremst meðal jafningja

Árni Páll Árnason, fyrrum félagsmálaráðherra á Íslandi hefur í stefnumótandi úttekt sinni, Þekking sem nýtist, tekið stöðuna á norrænu samstarfi á sviði félagsmála. Þar er einmitt komist að þeirri niðurstöðu að virkjun notenda meðal fatlaðs fólks sé fremst meðal jafningja á sviði félagsmála á Norðurlöndum. Þetta er eitt af þeim verkfærum sem norrænt samstarf hefur í farteskinu í auknu norrænu-evrópsku samstarfi.    
 

Norðurlöndin hafa lengi unnið að málefnum fatlaðs fólks 

Norræna ráðherranefndin vinnur út frá Framkvæmdaáætlun um norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks 2018-2022 sem byggir á fyrri framkvæmdaáætlun á þessu sviði. Þrjú áherslusvið sem tengjast Dagskrá 2030 eru leiðarljós starfsins á þessu sviði: Mannréttindi, sjálfbær þróun og frjáls för.

Mannréttindi
Að styðja og styrkja vinnuna við að innleiða og fylgja eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í norrænu ríkjunum.

Sjálfbær þróun
Að nota alþjóðleg módel til þess að styrkja aðlögun, auka jafnrétti og vinna gegn mismunun fólks með fötlun í öllum hlutum norræns samfélags með því að samþætta sjónarmið sem snúa að fötlun í vinnunni að sjálfbærri þróun.

Frjáls för 
Að auka frjálsa för og útrýma stjórnsýsluhindrunum sem varða sérstaklega fólk með fötlun.