Félagsmálin þarfnast þekkingar sem nýtist

16.10.18 | Fréttir
Viden der virker i praksis
Styrkja þarf svið félagsmála til þess að mæta þeim áskorunum sem Norðurlöndin standa nú frammi fyrir. Þetta segir Árni Páll Árnason fyrrum félagsmálaráðherra á Íslandi í nýrri skýrslu þar sem birtar eru fjórtán tillögur að endurbótum og endurnýjun í norrænu samstarfi og starfi á sviði félagsmála í hverju og einu Norðurlandanna. Aukin áhersla á þekkingu sem sem nýtist er í algerum forgangi.

Árni Páll Árnason ráðfærði sig við meira en 200 fulltrúa frá félagsmálasviðum norrænu ríkjanna. Þetta liggur til grundvallar að efni skýrslunnar: Þekking sem nýtist - Aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála þar sem er að finna fjórtán tillögur til þess að styrkja norrænt samstarf á sviði félagsmála til gagns fyrir 28 milljónir borgara. Skýrslan er afurð þess að norræna ráðherranefndin fór þess á leit við Árna Pál Árnason að hann gerði stefnumótandi úttekt á því hvernig styrkja mætti norrænt samstarf á komandi árum. Þann 16. október kynnti hann tillögur sínar fyrir Anniku Strandhäll, félagsmálaráðherra Svíþjóðar og formanni Norrænu ráðherranefndarinnarinnar um félags- og heilbrigiðsmál og Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndinnar.


„Skýrslan er mikilvægur grundvöllur fyrir næstu skref þegar við förum frá orðum til aðgerða og styrkjum starfið á sviði félagsmála á Norðurlöndum. Margar þeirra áskorana sem fjallað er um í skýrslunni eru sameiginlegar á öllum Norðurlöndum og við þekkjum þær í Svíþjóð. Til dæmis afleiðingar þess að þjóðin eldist og þörfina fyrir öflugar aðgerðir sem beinast að mest jaðarsettu borgurunum. Ég held að það felist góð tækifæri og kostir í því að við mætum þessu saman,“ segir Annika Strandhäll, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál.       
 

Overrækkelse af den sociale gennemlysning

Formand for Nordisk Ministerråd for Social- og Helsepolitik Annika Strandhäll og Nordisk Ministerråds generalsekretær, Dagfinn Høybråten modtager gennemlysningen af socialområdet fra udreder og den tidligere islandske socialminister Árni Páll Árnason.

Skýrslan er mikilvægur grundvöllur fyrir næstu skref þegar við förum frá orðum til aðgerða og styrkjum starfið á sviði félagsmála á Norðurlöndum. Margar þeirra áskorana sem fjallað er um í skýrslunni eru sameiginlegar á öllum Norðurlöndum og við þekkjum þær í Svíþjóð. Til dæmis afleiðingar þess að því að þjóðin eldist og þörfina fyrir öflugar aðgerðir sem beinast að mest jaðarsettu borgurunum. Ég held að það felist góð tækifæri og kostir í því að við mætum þessu saman.

 Annika Strandhäll, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál.

Miðlið því sem nýtist. Hættið því sem ekki nýtist.

Niðurstaða skýrslunnar er að til þess að efla megi svið félagsmála í framtíðinni skipti meginmáli að leggja áherslu á þekkingu sem nýtist. Norrænt samstarf og norrænu ríkin verða að leggja sérstaka áherslu á að mæta þeirri eftirspurn sem er eftir gagnreyndri þekkingu sem nýta má beint til gagns fyrir notendur. Í þessu sambandi bendir Árni Páll Árnason á möguleikann á því að gera þann norræna samstarfsvettvang og skipulag sem fyrir hendi er kerfisbundnari út frá einkunnarorðunum: Miðlið því sem nýtist. Hættið því sem ekki nýtist.
 

Sú hætta er fyrir hendi að þrátt fyrir að við viljum í orði stuðla að félagslegri nýsköpun höldum við að miklu leyti áfram að framleiða sömu lausnir og við höfum alltaf gert og að við vanmetum þörfina á breytingum.

Árni Páll Árnason

Nýjar hugmyndir kaffærðar í viðjum vanans

Þegar Árni Páll setur upp alþjóðleg gleraugu fullyrðir hann að félagsleg nýsköpun sæki fram í mörgum löndum. Félagsleg nýsköpun er ein fjórtán tillagna að því hvernig styrkja megi félagsmálasviðið á Norðurlöndum en hindranir eru fyrir hendi. Uppbyggingin kerfa í félagsþjónustu er ekki alls staðar þannig að þau séu opin fyrir nýjum hugmyndum. Og oft gera þessi kerfi ekki sömu gagnrýnu kröfur um árangur þegar um er að ræða úrræði sem eru fyrir hendi eins og þau gera til nýrra úrræða.


„Sú hætta er fyrir hendi að þrátt fyrir að við viljum í orði stuðla að félagslegri nýsköpun höldum við að miklu leyti áfram að framleiða sömu lausnir og við höfum alltaf gert og að við vanmetum þörfina á breytingum,“ segir Árni Páll Árnason. Hann leggur til að efnt verði til samstarfs milli Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál og Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæran hagvöxt með það fyrir augum að skapa félagslegri nýsköpun betri ramma. Önnur tillaga beinist að því hvetja til félagslegrar nýsköpunar með því að efna til Félagslegra nýsköpunarverðlauna sem hafi sama sess og önnur verðlaun Norðurlandaráðs.  
 

Ég tel að þessi skýrsla bendi á marga mikilvæga þætti þar sem Norðurlöndin geta unnið saman að því að styrkja félagsmálasviðið. Og ég sé góða möguleika á því að hún muni stuðla að því. 

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Mikil nýsköpunartækifæri í virkjun notenda 

Lykilþáttur í skýrslunni er að félagsleg úrræði eigi að taka mið af þörfum notenda. Í skýrslunni er bent á að of algengt sé að staðan sé einmitt þveröfug. Sem sagt að úrræðin miðist að þörfum framleiðenda og séu flókin fyrir notandann og að opinber kerfi séu ekki nægilega samhæfð. Samt hafa orðið verulegar framfarir. Til dæmis á sviði málefna fatlaðs fólks þar sem áhrif notenda eru til muna meiri nú en fyrir 30 árum. Árni Páll telur einnig að frjáls félagasamtök gegni mikilvægi hlutverki á sviði félagsmála og bendir á að mörg dæmi séu um að tekist hafi að virkja notendahópa, til dæmis á sviði málefna ungmenna. Í skýrslunni er bent á að hér sé að finna mikið tækifæri til nýsköpunar og að norrænt samstarf geti unnið að þróun þess. 
 

Stefnumótandi úttektir Norrænu ráðherranefndarinnar 

„Ég tel að þessi skýrsla bendi á marga mikilvæga þætti þar sem Norðurlöndin geta unnið saman að því að styrkja félagsmálasviðið. Og ég sé góða möguleika á því að hún muni stuðla að því,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hefur Dagfinn Høybråten tekið þátt í að ýta úr vör norrænum stefnumótandi úttektum á sviði heilbrigðismála, vinnumarkaðar, orkumála og umhverfis- og loftslagsmála. Úttektirnar hafa verið liður í umbótaverkefninu Ný Norðurlönd hjá Norrænu ráðherranefndinni. Tilgangurinn með umbótaverkefninu er að auka skilvirkni og ekki síður pólitískt erindi norræns samstarfs.  
 

Fjórtán tillögur um hvernig styrkja megi svið félagsmála

Norrænt samstarf á sviði félagsmála sem byggir á traustari þekkingargrunni og ræðst í auknum mæli af þörf
1. Skipulagt þekkingarsamstarf og samstarf um aðgerðir sem skila árangri
2. Samstarf sem ræðst í auknum mæli af þörf
3. Þróun stofnana norræns félagsmálasamstarfs

Mikilvæg atriði í norrænu samstarfi á sviði félagsmála
4. Félagsleg nýsköpun
5. Faglegar fjárfestingar og forvarnir
6. Félagslegar aðgerðir með áherslu á notandann
7. Frjáls félagasamtök

Aukið norrænt samstarf um málefni barna og ungmenna, jaðarsetts fólks, aldraðra og fólks með fötlun
8. Börn og jaðarsett ungmenni
9. Jaðarsett fólk
10. Aldraðir
11. Fólk með fötlun

Félagsleg úrræði í víðara samhengi
12. Stefna í húsnæðis- og félagsmálum
13. Strjálbýl svæði
14. Alþjóðlegt samstarf