Norrænt samstarfsnet frjálsra félagasamtaka styður við þróun Norðurlanda sem sjálfbærs og samþætts svæðis
Árið 2019 samþykktu norrænu forsætisráðherrarnir Framtíðarsýn okkar 2030 og nú er vinnan að því að efla Norðurlönd sem sjálfbært og samþætt svæði komin skrefinu lengra með stofnun hins norræna samstarfsnets frjálsra félagasamtaka. Samstarfsnetinu er nefnilega ætlað að tryggja að starf Norrænu ráðherranefndarinnar að framtíðarsýninni eigi sér stað í nánu samráði við borgaralegt samfélag á Norðurlöndum.
40 meðlimir hafa fengið inngöngu í samstarfsnetið. Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Paula Lehtomäki, býður meðlimina velkomna í norrænt samstarf.
„Við hlökkum mikið til þess að vinna með hinu norræna samstarfsneti frjálsra félagasamtaka að framkvæmd framtíðarsýnar okkar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi árið 2030. Það er okkur afar mikilvægt að efla rödd hins borgaralega samfélags í norrænu samstarfi og gera starf okkar þannig enn opnara og gagnsærra og tryggja að það eigi erindi,“ segir Paula Lehtomäki.
Það er okkur afar mikilvægt að efla rödd hins borgaralega samfélags í norrænu samstarfi og gera starf okkar þannig enn opnara og gagnsærra og tryggja að það eigi erindi.
Meðlimirnir sem hlotið hafa inngöngu í samstarfsnetið eru fulltrúar norrænna félagasamtaka með skýra tengingu við Framtíðarsýn okkar 2030 og mikinn áhuga á og hvata til að taka þátt í markvissu samstarfi við Norrænu ráðherranefndina. Í valferlinu var auk þess lagt upp úr því að tryggja gott jafnvægi milli norrænu landanna og áherslusviðs viðkomandi samtaka, svo og kynja og aldurs meðal valinna fulltrúa í samstarfsnetinu.
Starfsemi hins norræna samstarfsnets frjálsra félagasamtaka hefst að loknu sumri.
Meðlimir í hinu norræna samstarfsneti frjálsra félagasamtaka:
- Lucas Skræddergaard, Dansk Ungdoms Fællesråd (DUF)
- Marte Mathisen, Rådet for sund mad
- Rikke Lønne, BL Danmarks Almene Boliger / NBO Housing Nordic
- Ole Meldgaard, Østersø NGO Netværk, Danmark
- Andreas Nielsen, LGBT+ Danmark
- Troels Dam Christensen, 92-gruppen - Forum for Bæredygtig Udvikling
- Aija Kaski, Håll Skärgården Ren - Pidä Saaristo Siistinä rf
- Christell Åström, Maa- ja kotitalousnaisten Keskus
- Maria Helsing-Johansson, Finlands social och hälsa rf (SOSTE)
- Riitta Kangas, Finlands biblioteksförening
- Pernille Thorup, Sustainable Now
- Jónas Guðmundsson, Almannaheill
- Sigurður Hannesson, Samtök iðnaðarins
- Tinna Hallgrímsdóttir, Ungir umhverfissinnar
- Tinna Isebarn, Landssamband ungmennafélaga (LUF)
- Ingvild Østli, Unge funksjonshemmede
- Honoratte Muhanzi, Velferdsalliansen EAPN Norway
- Joakim Gulliksen, Norges Naturvernforbund
- Lillian Bredal Eriksen, Forum for utvikling og miljø (ForUM)
- Vibeke Koehler, Bærekraftige liv
- Annika Nyström, Internationella Kvinnoförbundet (IKF)
- Elisabeth Rytterström, Svenskt Friluftsliv / Network of Outdoor Organisations in the Nordic countries (NON)
- Hanna Stenström, Sveriges Kvinnolobby
- Iman Djelloul, Sveriges ungdomsorganisationer (LSU)
- Joel Ahlgren, Tankesmedjan Global Utmaning
- Mattias Axell, Föreningen för Digitala Fri- och Rättigheter (:DFRI)
- Björn Kalm, Ålands Näringsliv r.f.
- Dan Sundqvist, Finlands Röda Kors Ålands distrikt
- Carin Hallerström, NFU Nordic Financial Unions
- Christer Holmlund, Nordiska Lärarorganisationers samråd (NLS)
- Hannes Björn Hafsteinsson, Norræna félagið á Íslandi
- Inese Podgaiska, Association of Nordic Engineers (ANE)
- Josefin Carlring, Norden - svensk förening för nordiskt samarbete
- Kristin Madsen, Förbundet Nordisk Vuxenupplysning (FNV)
- Lena Höglund, Pohjola-Nordens Ungdomsförbund
- Magnus Gissler, Nordens Fackliga Samorganisation (NFS)
- Mikkel Odgaard, Nordisk Journalistcenter
- Peter Göranson, NORDTEK
- Ragnhild Elisabeth Waagaard, Verdens naturfond (WWF)
- Tonje Margrete Winsnes Johansen, Sámiráđđi - Samerådet - Saami Council
Um Framtíðarsýn okkar 2030
Framtíðarsýn okkar 2030 var samþykkt af norrænu forsætisráðherrunum í ágúst 2019 og markmiðið er að Norðurlönd verði orðin sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.
Norrænu samstarfsráðherrarnir hafa samþykkt framkvæmdaáætlun fyrir framtíðarsýnina á tímabilinu 2021–2024. Í framkvæmdaáætluninni er því lýst hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: grænum Norðurlöndum, samkeppnishæfum Norðurlöndum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin munu vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin.