Stríðið í Úkraínu í samhengi við loftslagsmál

Umræða: Grænni og betri endurreisn Úkraínu
Úkraínska þjóðin, innviðir og umhverfi hefur orðið fyrir miklu tjóni og ólöglegt og tilefnislaust stríðið mun hafa langvarandi neikvæð áhrif á loftslag, líffræðilega fjölbreytni og matvælaöryggi. Þótt enginn viti hvenær stríðinu ljúki verðum við að hefjast handa við endurreisnina. Þörf er á aðgerðum til bæði skamms og langs tíma og einnig er nú tækifæri til að nútímavæða Úkraínu og hjálpa landinu í átt til kolefnishlutlausrar framtíðar. Hvað vitum við um umhverfisáhrifin á þessu stigi? Hvernig getum við tryggt sjálfbæra endurreisn? Hvernig beinum við fjármagni í viðeigandi aðgerðir? Hvaða hlutverk geta úkraínsk sveitarfélög leikið í því að hraða og efla endurreisn samfélaga sinna?
Gestgjafi: NEFCO
Sveitarfélögin eru lykilþáttur í endurreisn Úkraínu. NEFCO er tilbúið að leika sitt hlutverk í þessu og styrkja endurreisnaráætlanir í þágu grænnar framtíðar fyrir Úkraínu
Umræða: Í von um grænna vor
Stríðið í Úkraínu sýnir þörfina á nýrri endurnýjanlegri orku og orkuöryggi en hversu hratt getum við brugðist við? Teflum við grænum umskiptum í hættu með því að fjárfesta í orkuöryggi til skamms tíma? Hversu hratt getum við skipt yfir í hreina og endurnýjanlega orku og hvernig líta raunhæfar sviðsmyndir út, bæði til skemmri og lengri tíma? Taktu þátt í mikilvægum umræðum um eitt mest aðkallandi málefni líðandi stundar: orkuöryggi.
Gestgjafi: Norræni fjárfestingarbankinn
Það er gleðiefni að norrænu löndin séu sammál um græn umskipti en óskiljanlegt regluverk stendur í vegi þeirra og við verðum að þrýsta á stjórnvöld um að breyta því