303. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Svar på replik)

Upplýsingar

Speech type
Svar við athugasemd
Speech number
303
Speaker role
NGV-gruppens talsperson
Date

Við höfum í sjálfu sér ekki útfært neinar tillögur um ákveðna styrki eða hvata. Þetta er almenn tillaga og við leggjum til að Norðurlandaráð beini þessum tilmælum til ríkisstjórna Norðurlandanna. Það er hins vegar augljóst mál að það þarf fjármuni til að ná þessari breytingu í gegn. Það þarf bæði beina styrki en einnig er hægt að nýta hagræna hvata þar sem fyrirtæki fá jafnvel einhvers konar skattafslátt eða stuðning fari þau í umhverfisvænni framleiðslu. Mér finnst að það eigi að vera skilyrði fyrir allan ríkisstuðning að hann stuðli að enn umhverfisvænni framleiðslu. Við eigum sem ríki að reyna að nýta hagræna hvata til að stuðla að umhverfisvænni framleiðslu. En við treystum því að í nefndinni, sem fær þetta málefni til umfjöllunar, verði unnið enn frekar með útfærsluna.

Skandinavisk oversættelse:

Vi har i själva verket inte utformat något förslag om bestämda typer av bidrag eller incitament. Det handlar om ett allmänt förslag och vi föreslår att Nordiska rådet riktar rekommendationen till de nordiska ländernas regeringar. Å andra sidan är det uppenbart att anslag måste beviljas om detta ska kunna genomföras. Det behövs både direkta bidrag men man kan också använda sig av ekonomiska incitament där företag eventuellt kan få rätt till skatteavdrag eller stöd om de går över till miljövänlig produktion. Jag anser att det bör vara en förutsättning för alla typer av offentligt stöd att det används för att göra produktionen ännu mer miljövänlig. Vi bör som stat försöka använda ekonomiska incitament för att bidra till miljövänlig produktion. Men vi litar på att utskottet som ska behandla frågan också kommer att jobba mer med utformningen.