376. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)
Upplýsingar
Forseti. Við í norrænum vinstri grænum styðjum þessa tillögu. Við erum mjög áfram um að einföldu umhverfismerki eins og svansmerkinu sé lyft upp. Það kom fram í umfjöllun nefndarinnar um þessa tillögu að eitt af því sem getur valdið vandkvæðum fyrir neytendur er ef mörg umhverfismerki eru notuð, það eigi ekki að vera flókið að kaupa inn umhverfisvænt heldur eigi neytendur að geta treyst því að eitthvert merki sem þeir þekkja beri það með sér að varan sé umhverfisvæn. Við höfum verið hrifin af því að útfæra svansmerkið einmitt þannig að það taki til fleiri hluta, og því er þetta góð tillaga hvað það varðar. Við þurfum að fara að veita neytendum meira val og sjálfur er ég á því að við sjáum í raun og veru á öllum vörum, sem okkur standa til boða í búðum, hvert sé kolefnisspor umræddrar vöru. Ég held að mikil þróun verði í þessum efnum á næstu árum en ég held að það sé mikilvægt að sú þróun verði innan þess merkis sem neytendur á Norðurlöndum þekkja og treysta, sem er svansmerkið. Það er mjög mikilvægt að lyfta því merki upp og kynna það enn betur fyrir neytendum sem hefur vissulega verið gert. Við þekkjum þetta merki en ég held að allt sem verður til þess að lyfta þessu merki enn frekar upp í vitund neytenda sé gott og þess vegna styðjum við þessa tillögu.
Skandinavisk oversættelse:
Ärade president. Vi i Nordisk grön vänster ställer oss bakom detta förslag. Vi är i högsta grad för främjandet av ett enkelt miljömärke som Svanen. Man framhöll i utskottets behandling av förslaget att bland det som kan göra det svårt för konsumenter att välja är en situation där många miljömärken används, att det inte ska vara komplicerat att göra miljömedvetna val, utan konsumenter måste kunna lita på att det finns ett märke som de känner till och som visar att produkten är miljövänlig. Vi har tyckt att det är en bra idé att jobba vidare med Svanenmärket precis genom att använda det på fler produkter och därför är det här ett bra förslag i det hänseendet. Vi måste börja ge konsumenterna större möjligheter att välja och jag tycker personligen att det borde finnas information på alla varor som går att köpa i butikerna om respektive varas koldioxidavtryck. Jag tror att vi kommer att se en snabb utveckling inom detta område under de närmaste åren, men jag tror att det är viktigt att den utvecklingen sker genom användningen av ett märke som nordiska konsumenter känner till och har förtroende för, det vill säga Svanenmärket. Det är mycket viktigt att lyfta fram märket och se till att konsumenter blir ännu mer förtrogna med det, vilket ju också har gjorts. Vi känner det här märket, men jag tror att allt som kan göras för att lyfta det ännu högre i konsumenternas medvetande är bra och därför ställer vi oss bakom förslaget.