54. Katrín Jakobsdóttir (Svar på replik)

Upplýsingar

Speech type
Svar við athugasemd
Speech number
54
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég held að sýnin sé sameiginleg hjá Norðurlöndunum og hún birtist í sýninni til 2030, en síðan eru aðstæður töluvert mismunandi. Við getum séð það bara að losunarprófíll þessara landa er mjög mismunandi. Á Íslandi búum við t.d. við þau forréttindi að geta hitað flest hús með heitu vatni sem kemur úr jörðinni þannig að það er augljóslega eitthvað sem við þurfum ekki að takast á við, staðan er öðruvísi annars staðar. Við erum hins vegar með töluvert mikið af ógrónu landi sem losar og það er kannski ekki staðan annars staðar. Við þurfum því auðvitað öll að gera aðgerðaáætlanir út frá aðstæðum á hverjum stað en ég vil trúa því, og mér finnst okkar samstarf hafa verið til mikillar fyrirmyndar í þeim efnum, að sýnin sé sameiginleg. Þegar við mætum á loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna, því að hér var spurt sérstaklega um samstarfið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þá hafa Norðurlöndin iðulega verið með mjög sterka innkomu einmitt í loftslagmálum og líffræðilegum fjölbreytileika. Við getum ekki aðskilið þetta tvennt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er það sem ég vildi segja um þessa spurningu.

 

Skandinavisk oversettelse

Jag tror att de nordiska länderna har samma vision, som också har tagit form i Vår vision 2030, men situationen kan sedan variera ganska mycket. Vi ser till exempel att länderna har mycket olika utsläppsprofil. På Island är vi t.ex. privilegierade på så sätt att vi kan värma upp flertalet bostäder med varmt vatten från berggrunden, vilket gör att vi slipper den typen av problem, medan situationen är helt annan i andra länder. Däremot har vi ganska mycket land utan växtlighet som då släpper ut koldioxid, vilket kanske inte är fallet i andra länder. Vi måste därför naturligtvis var för sig ta fram handlingsplaner med tanke på den lokala situationen, men jag vill tro, och i det hänseendet tycker jag att vi har haft ett föredömligt samarbete, att visionen är gemensam. När vi deltar i FN:s klimatmöten, som jag nämner eftersom man här frågade specifikt om samarbetet inom FN, så har de de nordiska länderna ofta gjort en mycket stark insats precis inom klimatfrågor och biologisk mångfald. När det gäller FN så kan vi inte dela upp dessa två frågor. Det är vad jag ville säga angående den här frågan.