Dagur Norðurlanda 2023: Norræn samstaða og hlutverk menningar á stríðstímum

Upplýsingar
The Nordic house
Sæmundargata 11
Reykjavík
Ísland
Dagskráin samanstendur af pallborðsumræðum um hlutverk menningar á stríðstímum, upplestur úr verki sem tilnefnt er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, ræður frá norrænum prófílum og tónlistarflutningi.
Pallborðsumræður: Konur í stríði - hlutverk menningar og lista á stríðstímum
Af hverju að hlusta á tónlist, fara í leikhús, skrifa ljóð eða njóta myndlistar þegar stríðið geysar og fólk er að deyja? Ljóð munu ekki stöðva flugskeyti. Leikhús mun ekki binda enda á þjáningar.
En menning er ekki áhrifalaus.
Í gegnum listina getum við skapað tengingar milli fortíðar og framtíðar, hins óhlutbundna og hins áþreifanlega, lært að skilja og lært að efast. Við greinum betur á milli hins góða og slæma á tímum baráttu og hörmunga. Menning og listir hafa vald til þess að sýna stríð á sínum eigin forsendum, að miðla boðskapnum rakleiðis og handan við hefðbundin mannleg samskipti og áróður.
Hér kynnumst við fjórum konum sem starfa í lista- og menningargeiranum. Við munum ræða um hlutverk menningar á stríðstímum, mátt listarinnar til að koma frásögnum til skila og fræða fólk, samhliða því að veita huggun og grið á tímum verstu hörmunga manna, eins og stríðsins í Úkraínu.
Olga Jóhannesson stýrir umræðunum.
Ræðumenn
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
- Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
- Helgi Þorsteinsson, sagnfræðingur og ritari Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
- Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar
- Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
- Guðni Elísson, tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023
Panel
- Valerie Ósk Elenudóttir, íslensk-úkraínsk leikkona
- Natasha S, íslenskt ljóðskáld af rússneskum uppruna
- Kateryna Mysechko, úkraínskur fiðluleikari í Synfóníuhljómsveit Íslands
- Olena Steptytska, úkraínsk listakona
Dagskráin er skipulögð í samstarfi við Norræna félagið.