Norrænt samstarf afar sýnilegt á lýðræðishátíðum sumarsins
Á 45 viðburðum í sex löndum dregur Norræna ráðherranefndin með skýrum hætti upp mynd af því sem við þurfum að gera til þess að skapa sjálfbæra þróun á Norðurlöndum, bæði saman og hvert í sínu lagi.
Hvernig er staða yngri kynslóðanna almennt? Er ástæða til þess að hafa áhyggjur af stöðu lýðræðisins hér á Norðurlöndum? Hvaða mörguleikar felast í aukinni stafrænni þróun og á hvaða sviðum verðum við að vera gagnrýnin? Hvað merkir eiginlega aðlögun og hvað þurfum við að gera til þess að hún sé vel heppnuð? Í stuttu máli - okkur langar til þess að ræða hvernig við getum undirbúið okkur undir samfélag framtíðarinnar með þeim tækifærum og áskorunum sem í því liggja. Við erum með margar sameiginlega áskoranir hér á Norðurlöndum og saman verðum við langtum klárari.
Við verðum með fulltrúa okkar á lýðræðishátíðum í sex norrænum löndum í allt sumar: Við byrjum á Álandseyjum í júní og endum á Íslandi í september. Þar á milli eru Folkemødet á Borgundarhólmi, Almedals-vikan á Gotlandi, Finnlandsarena í Björneborg og síðast en ekki síst Arendals-vikan … einmitt í Arendal.
Hér er að finna upplýsingar um hverja og eina lýðræðishátið og dagskrá þeirra. Við hlökkum til að hitta þig þarna úti!
Álandseyjar: AlandicaDebatt 2019, 9.-11. júní
Á AlandicaDebatt verður boðið upp á ýmsar umræður með norrænum vinkli. Á mánudeginum tekur Ann Linde, samstarfsráðherra Norðurlanda í Svíþjóð þátt í samtali um fríverslun með kollega sínum frá Álandseyjum, samstarfsráðherranum, Ninu Fellman. Norræna ráðherranefndin stendur fyrir umræðufundi um leiðina að auknum hreyfanleika og aðlögun á Norðurlöndum, umræðum sem taka mið af ritinu „Nordens nya relevans“ sem framtíðarnefnd sænska þingsins gaf út vorið 2019. Norræna velferðarmiðstöðin stendur fyrir umræðufundi um stafræna þróun og velferð og loks verður rætt um heiðurstengt ofbeldi: Geta norrænu löndin unnið saman gegn heiðurstengdu ofbeldi?
Danmörk: Norðurlandatjaldið á Fundi fólksins á Borgundarhólmi, 13.-16. júní
Norrænt samstarf verður á sínum stað á Fundi fólksins í Danmörku 2019 með 14 umræðufundi og sterka og skýra rödd í dönskum og norrænum umræðum. Heldur lýðræðið velli? Hvernig vinnum við á ónæmum bakteríum? Er hægt að búa til fatnað úr þangi og roði? Hvernig er staða öryggismála og stafrænt traust?
Þetta eru aðeins nokkur þeirra málefna sem verða til umræðu í Norðurlandatjaldinu á Fundi fólksins í ár. Ramminn um þetta allt eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjónarmið ungs fólks í samfélagsþróuninni liggur alltaf til grundvallar.
Svíþjóð: Norrænar umræður í Almedalen, 30. júní-1. júlí
Í Norðurlandatjaldinu í Visby verður rætt um mörg mikilvægustu samfélagsmál samtímans: Skiptir máli að berjast fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði? Hversu hratt fær nýaðfluttur einstaklingur ráðningu í starf - kannski vita norrænu nágrannar okkar best hvað á að gera? Hvernig er Svíþjóð lýst í Rússlandi og öfugt? Höfum við gleymt ungu fólki á jaðrinum og hverjar eru afleiðingar þess?
Vélmennið Naomi verður líka í Norðurlandatjaldinu - komdu og hittu hana!
Finnland: Norrænar umræður á SuomiAreena, 15.-19. júli 2019
Norræn málefni verða einnig rædd í þaula á SuomiAreena í Björneborg. Stóri umræðufundur Norrænu ráðherranefndarinnar verður haldinn miðvikudaginn 17. júlí og efni hans er Eystrasalt. Hvernig getum bjargað mengaðasta hafi heims með nýsköpun, mikilli vinnu og norræn-baltneska samstarfinu?
Auk þess verður sjónum beint að marvíslegum mikilvægum samfélagsaðstæðum frá norrænum bæjardyrum séð, meðal annars hvaða goðsagnir eru fyrir hendi um aðfluttar konur og hvernig þær geti aðlagast betur og komist út á vinnumarkaðinn. Einnig stöndum við að umræðum um ungt fólk og hreyfanleika á Norðurlöndum í samstarfi við ungmennasamtök Pohjola-Norden.
Noregur: Norðurlandatjaldið á Arendals-vikunni, 12.-17. ágúst
Á þessu ári verðum við í fyrsta sinn með okkar eigið Norðurlandatjald á Arendals-vikunni þar sem verður áhugaverð og fjölbreytileg dagskrá í fjóra daga. Dagskráin tekur i ár mið af formennsku Íslands og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með umræðufundum, meðal annars um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, sjálfbæra ferðamennsku og ungt fólk og menntun. Árni Páll Árnason heimsækir okkur og kynnir stefnumótandi úttekt sína á norrænu samstarfi á sviði félagsmála. Auk þess er stafræn þróun og atvinnuþátttaka kvenna af erlendum uppruna á dagskrá meðal alls tíu viðburða í Norðurlandatjaldinu.
Ísland: Norræn dagskrá á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri, 6.-7. september
LÝSA verður haldið í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, 6. og 7. september og er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Norðurlönd í brennidepli og Norræna félagið bjóða til áhugaverðrar dagskrár með norrænum viðburðum báða dagana. Í dagskránni er áhersla lögð á stefnumótun formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Haldnir verða fyrirlestrar og efnt til umræðna meðal annars um sjálfbæra ferðamennsku, bláa hagkerfið, sjálfbæra neyslu og félagslega líðan ungs fólks. Auk þess verða tekin til umfjöllunar viðfangsefni sem eru ofarlega á baugi á Norðurlöndum í ár, svo sem Norðurlönd, Evrópusambandið og Brexit. Síðast en ekki síst bjóðum við upp á hágæða menningarviðburði í samstarfi við verðlaun Norðurlandaráðs.