Karen Ellemann - ferilskrá

Nordiska ministerrådets generalsekreterare Karen Ellemann.

Karen Ellemann

Photographer
Mathilde Schmidt / Norden.org
Karen Ellemann tók við starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar hinn 1. janúar 2023. Hún var áður þingmaður Venstre á danska þinginu.
Persónuupplýsingar

Karen Ellemann Kloch er fædd 26. ágúst 1969 i Charlottenlund, dóttir fyrrverandi utanríkisráðherrans Uffe Ellemann-Jensen og Hanne Ellemann-Jensen. 

Hún er gift Kresten Kloch. Hún á tvö börn fædd 1998 og 1999.

Þingferill
 • Formaður þverpólitísks hóps danska þingsins um jafnrétti og kyn- og frjósemisheilbrigði, 2020-2022.
 • Fulltrúi í forsætisnefnd danska þingsins, 13. ágúst 2019 – 1. nóvember 2022.
 • Varaformaður stjórnskipunarnefndar þingsins, 2019-2022.
 • Talsmaður Venstre í þróunarmálum, 2019-2022.
 • Þingflokksformaður Venstre, 2018-2019.
 • Ráðherra fiskveiða, jafnréttis og samstarfsráðherra Norðurlanda, 7. ágúst 2017 - 2. maí 2018.
 • Ráðherra jafnréttismála og samstarfsráðherra Norðurlanda, 28. nóvember 2016 - 7. ágúst 2017.
 • Félagsmála- og innanríkisráðherra, 28. júní 2015 - 28. nóvember 2016.
 • Talsmaður Venstre í félagsmálum , 2014-2015.
 • Talsmaður Venstre í málefnum grunnskóla og menntun ungra, 2011-2014.
 • Fulltrúi í nefndum þingsins um barna- og menntamál, félagsmál, jafnréttismál, útlendinga- og innflytjendamál og fulltrúi í Norðurlandaráði, 2011-2015.
 • Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, 23. febrúar 2010 – 3. október 2011.
 • Innanríkis og félagsmálaráðherra, 7. apríl 2009 - 23. febrúar 2010.
 • Talsmaður Venstre í málefnum fjölskyldumála, útlendinga og innflytjenda, 2007-2009.
 • Fulltrúi í nefndum þingsins um félagsmál, utanríkismál og útlendinga- og innflytjendamál, 2007-2009.
Menntun
 • Kennaramenntun, N. Zahles Seminarium, 2002-2004.
 • Stúdentspróf, Holte Gymnasium, 1986-1989.
Starfsferill
 • Kennari, Rungsted Skole, 2003-2007.
 • Sjálfstæður blaðamaður, 1999-2002.
 • Forstöðumaður, Dagmar Teatret, 1996-1999.
 • Rekstrarstjóri, Brinkmann Kommunikation, 1995-1996.
 • Forstöðumaður, Scandinavian Models, 1993-1995.
 • Ráðgjafi, The Voice, 1990-1993.
Félagsstörf
 • Fulltrúi í stjórn Fonden for Socialt Ansvar (m.a. Natteravnene) frá 2019.
 • Formaður Care Danmark frá 2018.
 • Fulltrúi í stjórn Danish Liberal Democracy Programme (DLDP) frá 2018.
 • Fulltrúi í Girl Talk Advisory Board frá 2018.
 • Fyrrum formaður sjálfseignarstofnunarinnar Elleslettegård.
 • Fyrrum formaður í Foreningen Norden.
 • Fyrrum fulltrúi í stjórn Fonden Frie Børnehaver.
 • Fyrrum fulltrúi í stjórn Foreningen Østifterne.